Stutt fæsla hér.

Jæja dagurinn í gær var erfiður og fann maður fyrir miklum söknuði en hann var ekki eins erfiður eins og fyrir ári síðan enda var það svo hryllilega erfiður dagur að það gat ekki orðið jafn erfitt.

Takk fyrir allar kveðjur hér í gær það hjálpar mikið...þið eruð ómetanleg....Kissing

Við fórum í englasteina og keyptum leiðislukt til að setja á leiðið og klumpur settur undir til að grafa niður en fyrir var lukt sem við keyptum en hún var svo svört og ekki til neins príði fyrir strákinn okkar og get ég bara alls ekki lýst því hvað ég var glöð að geta tekið þessa ljótu lukt og sett nýja það næstum bjargaði deginum.

En svo var stefnan tekin í kirkjugaðinn með smá viðkomu á bensínstöð en það vantaði skóflu til að geta sett luktina niður og fór Gísli inn og við biðum og biðum og svo biðum við enn lengur og skildi ég ekki hvaða voðalegan tíma tæki að fá eina skóflu en svo kom Gísli loksins með þetta líka svakalega flotta sandsett það var ekki neitt annað til en svo var farið í garðinn og þar hittum við Röggu,Steinar,Hjalta og Anítu og svo var aðeins hlegið af sandsettinu og svo var luktin sett á sinn stað fyrir var komin nýr engill og hvítir steinar sem Ragga og Hjalti settu um daginn og setti Ragga rósir við gengum svo um og skoðuðum legstein sem Ragga vildi sýna okkur,en svo var haldið heim til Röggu og Steinars og fengið sér kaffi og eitthvað með og þar komu fleyri....það var rosalega gott að hittast og ég held að það hefi hjápað okkur öllum.

Leiðið hans Himma 19,08,08

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er ég búin að fá mynd af leiðinu frá því í gær.

 

En þegar ég kom heim sótti á mig svo mikil þreita að ég var alveg ónýt í gærkvöld.

En annars allt gott læt heyra frá mér fljótlega....kveðja Heiður.

Já eitt enn ég tók myndavélina með og ætlaði að taka mynd en ég var svo ánægð með nýju luktina að ég gleymdi því og ætlaði ég að stela mynd sem Ragga er með og nei það er ekki einu sinni hægt að stela hjá henni en Ragga ætlar að redda mynd og senda mér eða ég fæ mynd. 


Bloggfærslur 20. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband