Hvernig er þetta með þig

Heiður er ekki komin tími til að blogga ? já ég er EKKI búin að vera mjög ofvirk hér á blogginu en hér kemur eitthvað.

Hér hefur ekki verið bein lognmolla þó bloggið hafi legið niðri og hér skal styklað á stóru,við fórum af stað með fellihýsið um verslunnarmanna helgina og var komið sér fyrir á Apavatni þetta er frábær staður sem er orlfofssvæði Rafiðnarsambands Íslands og vorum við því gestir hans Lofts og Boggu þarna er flott svæði fyrir börnin mikið af leiksvæðum og tækjum og svo er hægt að fara að veiða í vatninu þetta var auðvita allt prufað,svo var auðvita reynt að haga sér eins og alvöru túristi og farið og skoða landið í kring við fórum að Gullfoss og Geysi og svo voru keyptar íslands merktar vörur fyrir börnin Ásta valdi sér víkinga húfu því hún vill meina að hún sé víkingur en sverrir fékk sér derhúfu í fánalitum Auður vildi ekki neitt og sagðist ekki vilja svona fána dót gott og vel svo var farið í sund og veiða það var fengin bátur að láni og Gísli fór með börnin út á Apavatnið og veiða og mamma ætlaði að labba heim og ná í myndavél og taka fullt af myndum og viti menn Gísli var með alla lykla með sér úti á vatninu og ég komst ekki til að ná í myndavélina Smile svo það var gerð tilraum til að taka á síman en það gekk ekki alveg nógu vel svo það eru engar myndir af bátsferð,við komum svo heim á mánudagskvöld og allir glaðir.

Nú svo er búið að fara að kaupa skólatösku fyrir litlu skólamanneskjuna á heimilinu rosalega bleik og flott hún er svo ánægð með hana og sagði við mig mamma ég er pínu montin nema hvað.

Apavatn og fleyra 2008 032

Hér er Ásta með skólatöskuna pínu montin.

Svo á eftir að kaupa allt sem á að fara í töskuna og er stefna tekin í Reykjavíkina í dag til að redda því Ástu er farið að hlakka mikið til að byrja í skólanum og spyr á hverjum degi hvað sé langt þangað til hún fari í skólann,mér kvíður dálítið fyrir að skólinn byrji því ég hef tilfinningu fyrir því að það fólk sem við Auður höfum reitt okkur á með hennar mál í skólanum verið ekki á réttum stað og leggst það ekki alveg nógu vel í mig en það verður bara að koma í ljós þegar þar að kemur.

Annars er allt gott hér af okkur ég veit ekki hvað ég get blaðrað hér meira en ætla að reyna að vera virkari hér.

Svo ég kveð þá í bili.

PS ætla að búa til albúm sem heitir....sumarið 2008....og set inn myndir úr ferðinni um helgina.

 

 


Bloggfærslur 6. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband