Ákveðin stelpa og fleira.

Góðan daginn,ég er hér og ekkert markvert komið frá mér í nokkra daga en hér kemur eitthvaðWoundering.

Mig langar að segja ykkur til að byrja með frá henni dóttur minni hún er 6 ára og frekar ákveðin ung dama í gær fór hún með leikskólanum í heimsókn á bæjarskrifstofu Grindavíkur og hitti bæjarstjórann það fannst henni gaman(það er þannig með hana sem kann Latabæ utanaf að bæjarstóri er í raun merkilegur maður)en semsagt þeim var boðið að stíga í pontu og segja nafnið sitt og það mátti líka nefna eitthvað sem þeim fannst vanta í bæinn okkar ef þau fengju að ráða í einn dag og mín fór galvösk í pontu og sagði hátt og skírt ég heiti ÁSTA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR  og það sem hana fannst vanta í bæinn okkar er stór Bratz hús svo fékk hún snúð og kókómjólk og veski merkt Grindavíkurbæ hún var hæstánægð með daginn,ég var reyndar ekki hissa að hún færi í pontu jafn ákveðin og opin sem  hún er,en svo kom að því að segja ömmu frá þessu öllu og amma skildi ekki hvað Bratz hús væri þá sagði hún ÆJ amma það er stórt hús og það er málað svona Bratzlega þú veist alveg hvað það er og þar með var það útkljáð.

Í gær fór ég í RVK um leið og ég var búin að fara með Ástu á leikskólann og fór með mömmu til augnlæknis og fékk góða skoðun þar svo hef ég verið að reyna að fá nýjan staf fyrir hana en það er sem auðvita ef á að fá eitthvað frá Tryggingastofnun Ríkisins kostar það fullt að vottorðum og umsóknum og fullt af pappír og það kostar að fara á þennan stað og hringja í þennan og þennan Devil afhverju þarf þetta að vera svona flókið ? ég bara spyr......mamma er hér hjá okkur og verður það eitthvað en hún fer ekki heim fyrr en seint í apríl eins og staðan er núna.

En það er eitt sem ég hef verið að hugsa um svona kannski síðan í september það er mynda albúm sem við eigum við fórum til ljósmyndara þegar Hilmar fermdist og létum taka fermingar og fjölskyldu myndir svo átti að gera fleyri myndir upp úr albúminu en það var ekki gert en svo langar mig svo að fá eftir myndunum fá mynd af Himmanum upp á vegg og líka af Himmanum og Auði það eru svo margar flottar myndir af þeim,en vandamálið er að þessi ljósmyndastofa fór á hausinn og ég veit ekki hvernig ég get fengið fylmurnar en allavega er ég búin að tala við mann hjá Ljósmyndafélaginu og hann er búin að benda mér á annan manninn sem var á þessari stofu þegar myndirar voru teknar og ef ég man rétt gæti það verið að þessi hafi tekið myndirnar og er ég að vinna í þessu núna og vona ég að ég nái í þennan mann fljótlega,og Ragga ef þú lest og langar að fá myndir líka láttu þá vita.

Jæja ég man ekki eftir meira sem ég ætlaði að segja  í bili þannig að ég kveð í bili

Heiður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ég vil endilega fá myndir líka, ég þarf bara að gera mér ferð til að velja hjá þér

Ragnheiður , 27.3.2008 kl. 14:37

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

já endilega Ragga það væri gaman

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.3.2008 kl. 16:24

3 Smámynd: Alexandra Guðný Guðnadóttir

Já þessi blessuðu börn eru stórkosega opin og þessar tryggingarstofnanir er svakalegar með vottorð og fl.það liggur við að maður getur keift sér hlutinn sjálfur því hann kostar jafn mikið og vottorð og svona puff..Vonandi reddast myndirnar koss og knús allý

Alexandra Guðný Guðnadóttir, 27.3.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband