Sprækur sem.....

Góðan daginn !!

Er búin að vera á leiðinni að skrifa hér í marga daga en ekki komið mér til þess hef verið að spá í að skrifa um ákveðna hluti sem hafa verið að brjótast um í höfðinu á mér en eitthvað verður samt til þess að ég geri ekki neitt...ég hef verið að hugsa um svo marga hluti síðustu daga eða viku...get nú alveg komið með eina klausu samt....

Ég fór að hugsa um þetta þegar Bjössi hringdi og bauð til veislu í tilefni af 20 ára afmælinu sínu og þá fór ég að velta fyrir mér vá hvað ég hef verið heppin að hafa fengið að kinnast honum og auðvita Hjalta og Hilmari líka en af þessu tilefni fór ég að hugsa þegar þessir frábæru strákar komu til að heimsækja pabba sinn við bjuggum öll í sama bæjarfélaginu á tímabili og þá komu þeir oft bara litlir púkar þá vorum við á Grundarfirði vá þetta var svo gaman þeir komu aðrahverja helgi eða bara þegar þeir vildu  þetta var árið 1989 ég man eftir að húsið sem við bjuggum í var við aðalgötuna og það sást niður í fjöru út um eldhús gluggann sem var að baka til á húsinu oft vorum við ég Bjössi og Hjalti við gluggann og horfðum niður að sjó þá heyrðit svo oft í þessum litlu herramönnum hvar er þjörulallinn....(fjörulallinn) hann var skelfilegur en þetta var sagt við þá til að þeir færu ekki niður í fjöru og var það Ragga sem fann þetta upp ef ég man rétt...en hún leiðréttir mig ef það er vitlaust hjá mér ef og þegar hún les..en ég fór að hugsa um hvað ég hef þekkt þessa stráka legi og hvað þeir eru búnir að skemmta mér á ýmsan hátt lengi og gefa mér mikla fyllingu í lífið mér þykir alveg rosalega vænt um þessa stráka og ef ég ætti að fara að segja frá öllu hér yrði ég að gefa út heila bók.

En þetta er bar eitt af mörgu sem hefur verið að brjótast um í hausnum á mér og getur vel verið að ég skrifi meira um það seinna.

En svona af  heimilislífinu er allt gott að frétta vonandi er Ásta laus við vörturnar sem búið er að vera að plaga hana í um 2 mánuði fórum til læknisins í morgunn og heldur hann að þær séu farnar og mikið eum við fegnar Grin annars eru allir hressir ég þarf að fara með Auði til læknis í Reykjavík í dag það leið yfir hana rétt fyrir páska og á að fara að reyna að finna út hvers vegna það gerðist segi kannski bara betur um það þegar eitthvað er vitað meira en Sverrir er sprækur sem lækur.

Svo í lokin langar mig að segja frá litla ferfætlingnum á heimiliu eða kannski frá hans nýjustu leiðangrum hann hefur verið mjög duglegur að skoða þök nágrannana hér hinu megin við göturna og ef þarf að athuga með hann er ekki litið niður á jörðu heldur upp á þök nágrannana.

En ég held að ég láti þetta vera gott í bili kveðja Heiður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já fjörulallinn dugði einhvern smátíma. Svo var hinn ódámurinn, Kolakallinn, hann bjó í kjallaranum hjá mér og í olíumiðstöðinni. Þar var ekki fiktað heldur. Þessir óþægðarangar mínir voru rosalegir sögukallar, að lesa fyrir þá var svo skemmtilegt, allt liðið í hrúgu og allir að hlusta. Oft vildu þeir ekki bók en vildu frekar fá bullusögu ala mamma. Þá var fjörulallinn góður og langbestur þegar hann fór í leiðangur með vini sínum, Kolakallinum.

Takk fyrir frábæran pistil

Ragnheiður , 10.4.2008 kl. 12:06

2 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

PÖNNUKÖKUKNÚS 

Ásta Björk Hermannsdóttir, 11.4.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband