23.6.2008 | 11:26
Blogg eða blogg leisi það er spurning
Góðan daginn hér.
Ég hef bara ekkert veið á blogginu um helgina og ég á fullt af bloggi eftir að lesa er búin að lesa smá en á eftir að lesa mikið allir vinir búnir að skrifa nýtt.
Ég skellit mér í sund á föstudaginn með Ástu mína og Ástu vinkonu Emiliu og Birnu vá hvað það var gott og allir náðu í smá lit ekki veitir af að brenna á löppunum líka til að vera í stíl ..nei allt er gott í hófi.
En jæja við settum upp fellihýsið um helgina og nú er það klárt búið að þrífa svo og gera fínt en áætlun er að fara fyrstu helgina í júlí á ættarmót hjá föður ætt minni,svo var slegið það sem ekki var klárað sökum bilunar í slátturvél um daginn og svo var vökvað í garðinum í gær allt orðið svo þurft og svo fengu börnin að hlaupa í úðaran í restina svaka stuð og allir blautir.
Svaka stuð með vinunum.
Heyrðum aðeins í Auði á laugardags kvöldið hún er búin að vera á Patró hjá ömmu með Ástu,Eyja og Ágústi en er á leiðinni í Keflavík í dag,æj hún var ekki mjög brött hún hafði mist símann sinn upp úr vasanum þegar hún var að hlaupa og hann datt í götuna og skjárinn brotnaði og sér því ekkert á símann æj hvað henni leið ýlla yfir þessu en pabbi ætlar að kaupa nýjan síma fyrir hana og þá varð hún öll betri,en hún skemmti sér vel var búin að hitta vinkonur sínar og fara á Rauðasand og hlaupa í sandinum rauða þetta er einn af fallegri stöðum þarna fyrir Vestan.
Jæja ég man ekki meira í bili svo ég kveð og vaona að allir eigi góðan dag.
Kveðja Heiður.
Athugasemdir
Gott að þú ert komin í stíl við sjálfa þig
Sammála með Rauðasandinn, það er rosalega fallegt þarna og allir vestfirðirnir eru æðislegir. Náttúran er svo óspjölluð þarna, ennþá allavega.
Kær kveðja
Elísabet Sigurðardóttir, 23.6.2008 kl. 11:53
Já mikið rétt Elísabet vestfirðir eru enn óspjallað svæði en hvað verður það lengi ?
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 23.6.2008 kl. 16:11
Gaman að heyra svona lýsingu á lífi þínu.
Vestfirðirnir eru yndislegir allir í heild sinni og það er landið okkar líka,
mér finnst meira að segja hraunið þarna suðurfrá fallegt, en ég er nú víst talin skrítin af þeim sem enga fegurð sjá í suðurnesjum yfirhöfuð.
Börnin þín eru yndisleg.
Knús til þín Heiður mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.6.2008 kl. 18:45
Elska vestfirðina.
Knús á þig inn í kvöldið og nóttina...
Hulla Dan, 23.6.2008 kl. 18:48
Já ég verð nú að taka undir þetta með hvað vestfirðirnir eru fallegir hvort sem er að vetri eða sumri til. Náttúran þarna fyllir mann af krafti.
Þóra Björk Magnús, 23.6.2008 kl. 18:50
Gott að skottan þín fær nýjan síma. Svona gelgjur geta sko ekki verið símalausar.
Helga Magnúsdóttir, 23.6.2008 kl. 19:17
Hæhæ jæja bara allt gott að heyra. Þú manst kl 10:00 í fyramálið ekki koma of seint. Kv Helga
Helga Guðrún Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 21:31
ohhhh ég hlakka svo til ættarmótsins Brói að koma í vikunni með hele familjen og svo er að krossa putta að litla systir komist líka svo allir komist frá okkar legg
Dísa Dóra, 23.6.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.