27.6.2008 | 22:48
Vona svo sannarlega að ég sé að
færast einu skrefi nær í þessu máli varðandi nýbygginguna sem ég sagði ykkur frá í gær,er búin að tala við heilbryggðiseftirlitið og heyrir þetta ekki undir þá en sá maður vildi allt fyrir mig gera til að hjálpa til og sendi mér í tölvupósti reglugerðir sem ég gat vísað í og þar stendur að girða eigi til að tryggja öryggi utanað komandi fólks...takk fyrir.Svo hafði ég samband við vinnueftirlitið í morgunn og þar var maður sem vildi allt gera til að hjálpa til en sú stofnun sér eingöngu um öryggi starfsmanna og gat hann því ekki komið beint inn í málið en leiðbeindi mér vel og var þá næsta að hafa samband við byggingafulltrúann hér í bæ og lagði maðurinn frá vinnueftirlitinu mér orð sem ég gæti sagt við byggingafulltrúann og þegar ég heyrði í þeim köppum var allt komið á fullt og þeir farnir að skoða málið og voru að gera plön sem ætti að gera get ekki alveg sagt hvað stendur til en ég mun segja það um leið og ég get það er best að eiðinleggja ekki neitt .
En það er komin einhver gangur í þetta allt og vona ég bara að verktakinn láti hendur standa framm úr ermum ég sagði byggingafulltrúanum að ég yrði áfram á vaktinni og myndi fylgjast vel með og ætla ekki að stoppa hér og ég myndi ekki stoppa fyrr en allt er löglegt,svo í hádeginu þurfti ég að hringja í Ástu vinkonu mína og þá voru byggingafulltrúarnir að mæla eitthvað við gamla leikskólann(sem er yfirgefið hús) og fór ég strax á svæðið en Ásta býr beint fyrir ofna og lét þá sjá að vel væri fylgst með og svo gerðist það að það var girt utan um þennan yfirgefna leikskóla eftir hádegið ja ég var bara hissa það er aldeylis að menn eru að passa sig en auðvita frábært mál enda hrikaleg sjón að sjá inn í þetta hús.
Ég er sem sagt brött í dag varðandi þetta mál og vil ég þakka ykkur öllum sem kommentuð í síðustu fæslu rosalega vel fyrir þetta kvatti mig áfram og ekki veitti af.
Kveðja og mikið þakklæti fyrir kvatninguna.
Myndin er enn í fullu gildi.
Athugasemdir
Já Sigga en ég vil líka sjá verktakann loka sínu svæði þá er ég vel sátt.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.6.2008 kl. 23:26
Já Sigga ég vona að þeir standi við það sem þeir sögðu við mig í gær ég stend á vaktinni áfram.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 28.6.2008 kl. 07:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.