Jæja þá er fyrsta

Útelgan að baki við fórum á ættarmót um helgina og það var alveg æðilega gaman að hitta allt fólkið sitt þetta var mín ætt,það var haldið í Dæli í Víðidal alveg svakalega skemmtilegt svæði,við fórum af stað á föstudaginn og komum heim í gærkvöldi frekar þreitt eftir ferðalgið en alveg svakalega ánægð.

Fengum líka rosalega gott veður á laugardeginum en rigningu á föstudagskvöldinu,og má segja það að um leið og við vorum búin að tjalda fellhýsinu og fortjaldið komið upp þá byrjaði að rigna ekki mikið en svo um nóttina helliringdi og var allt á floti þegar líða tók að morgni og byrjaði laugardagurinn á stígvélum og hlífðar göllum hjá yngsta fólkinu en hann fór fljótt í geymslu í tjaldið og tekið framm stuttbuxur og efnislitla boli á bæði börn og fullorðna það var 22 stiga hiti í skugga á laugardeginum úff frekar heitt sólarvörn og alovega krem mikið notað þann daginn Smile,við fórum í sund á Hvammstanga rétt til að kæla mannskapinn en svo þegar var komið á tjaldstæðið aftur var farið í leiki og skemmt sér börnin notuðu tækifærið og var farið í vatnsslag sem ekki var leiðinlegt svo var grillað og skemmt sér famm eftir kvöldi varðeldur söngur og spjall en ég lét mig hverfa í draumalandið milli 24 og 01 með mín börn.

Við sáum lífdaga á fellihýsinu okkar rjúka upp en við höfum látið okkur detta í hug að yngja gripinn upp takk fyrir...það var eitt svona hús 20 ára gamalt og þá á okkar hús eftir 12 ár í það svo ég sagði við þurfum ekki neitt að yngja upp...Cool ekki það að húsið er mjög gott fyrir okkur. 

Lítil kisa hún Skella var mikið glöð að sjá sitt fólk þegar við komum heim mikil gleði og fögnuður en hann Sokkur var úti og lét ekki sjá sig fyrr en í morgunn.

---------------------------------------------------- 

Svo langar mig að segja hér frá því að ég fékk sms á laugardaginn og tengist það því sem ég hef skrifað mikið um hér á blogginu að verktakinn er búin að girða byggingasvæðið og er ég afskaplega ánægð með það en er ekki búin að fara og sjá það sjálf en ég geri það í dag.

En jæja þetta er gott í bili ég ætla að setja hér mynd af hinu 8 ára gamla fellhýsi en klikkaði alveg á að taka mynd af 20 ára fellhýsinu,og ætla svo að gera myndaalbúm og setja inn eitthvað af myndum frá ættarmótinu fyrir þá sem vilja skoða.

Ættarmót 4 til 6 júlí 2008 006

 

 

 

 

 

 

 

 

Kveðja Heiður. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Baráttukona ! Ég vissi það og sagði við Steinar þegar þetta byggingarmál kom upp ; hann hefði ekki átt að vera með kjaft við hana Heiði Sverrisdóttur og skipa henni að passa betur krakkana sína, nú fær hann á baukinn kallinn.

Enda eðlilega, það er alls ekki hægt að elta börn um allar koppagrundir.

Flott útilega hjá ykkur, gaman að lesa. Ég er enn ekki búin að koma mér upp svona fellihýsi (skuldahala hehe) og veit ekki alveg enn hvort mig langar í svoleiðis ?

Ég fer að hugsa málið

Ragnheiður , 7.7.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Dísa Dóra

Takk fyrir yndislega helgi kæra frænka.  Gaman að hitta ykkur og aðra ættingja og ekki skemmdi nú veðrið á laugardeginum fyrir heldur.

Já 20 ára gömul fellihýsi gera sko aldeilis sitt gagn og eru bara flott líka   og Ragga það besta við slík fellihýsi er að þau eru ekki svo dýr svo þú losnar við skuldahalann

Dísa Dóra, 7.7.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Frábært að það sé búið að girða, þetta hafðist hjá þér.

Ég er einmitt búin að vera að spá í að fá mér gamalt fellhýsi, ég hugsa að við færum oftar í útilegu. 

Kær kveðja til þín

Elísabet Sigurðardóttir, 7.7.2008 kl. 12:49

4 Smámynd: Hulla Dan

Meiriháttar... Þú lætur sko ekkert vaða yfir þig á skítugum skónum.

Við erum að hugsa um að kaupa tjald og tjaldast svolítið í sumar... Ekki leiðinlegt það.

Knús og kossar.

Hulla Dan, 7.7.2008 kl. 18:45

5 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Gott að það er búið að girða, þú átt heiður skilinn fyrir baráttu þína. Það hefur eflaust verið fínt í Víðidalnum en ég var í sveit eitt sumar á Hrísum.

Helga Magnúsdóttir, 7.7.2008 kl. 21:17

6 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Það er flott að hafa svona granna, sem vakta slysagildrurnar. Frábært framtak hjá þér Heiður. Það þarf stundum að rífa kjaft til að fá hlutina til að gerast

Ég mundi örugglega frekar velja mér 20 ára fellihýsi en nýtt því ég nenni ekki að skulda. Aðalmálið að það geri sitt gagn. Það er alltaf svo skemmtilegt í útilegum, og ekki skemmir ef veðrið er fínt. Knús til ykkar

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 9.7.2008 kl. 11:28

7 Smámynd: Tiger

Mér finnst æði að fara í svona ferðir - ef ég þarf ekki að sofa í tjaldi! Ég fór nú einmitt í smá veiðiútilegu með meiru - síðustu helgi í æðislegu veðri, það var stórkostlegt.

Endilega sendu inn myndir - hlakka til að skoða hjá þér..

Knús í loftið skottan mín ...

Tiger, 10.7.2008 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband