Frænka.

Í gær átti ég afmæli og var svo sem ekki að falgga því neitt hér en setti inn lag með Helga Bjöss sem mér finnst æðislegt,en svo langar mig að segja ykkur að í gær komu 2 litlir frændur mínir hann Eyjólur Már sem er 2 ára og Ágúst Máni sem er 6 mánaða þetta er bræður og ég er ömmusystir þeirra og er mikið monntin af þeim ég ætla að setja hér mynd til að sýna ykkur þessa flottu frændur mína.

Ágúst og Eyji

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru þeir bræður saman á rúntinum.

En Eyjólfur kom og færði frænu sinni litla bók sem heitir...Þú ert yndisleg frænka... og hef ég verið að kíkja aðeins í þess bók hún er frábær og langar mig að setja hér pínu úr bókinni.

SVO INNILEGA KÆR.

Elsku frænka, þú sem ert mér svo kær,

þú sem geymir leyndarmálin mín,

þú sem alltaf kemur á óvart- ég knúsa þig

og kyssi svo það endist þér út árið.

Láttu mig vita áður en þú verður uppiskroppa

með kossa.Ég kem til þín birgðum um hæl.

           .....

Önnur hver ljúf æskuminning hefur að geyma frænku.

            .......

Uppáhaldsfrænkur sínar kynnir maður aðeins

fyrir sérvöldum vinum.

------------------------------------------

Svo er önnur hér.

 

Lítil börn hrífast ekki aðeins af því hvernig

frænkur líta út,hvernig þær eru viðkomu og

hvernig heyrist í þeim,heldur líka af því hvernig 

lyktin er af þeim. Jafnvel þótt það sé hvítlaukslykt.

            .....

Mikið lán er að eiga frænku eins og þig.

Að hugsa sér- sumir eiga ekki eina einustu frænku.

Hvernig fara þeir að ? 

      .......

Mér þykir svo vænt um þig.Kettinum mínum líka.

Og páfagauknum mínum ekki síður.

Ég veit að þér þykir líka svo vænt um okkur öll.

 

Mér finnst þetta svo sætt og fallegt það eru til nokkrar svona bækur ég á 4 held ég og nú ætla ég að skoða þær enn betur en ég hef gert.

En auðvita fékk ég líka flott ilmvatn frá manninum mínum og börnum.

Kærleiks kveðja inn í daginn til ykkar allra.

Kveðja Heiður. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Hún átti ammmæli í gær - hún átti ammmæli í gær - hún átti ammmmmmmmmæææli í gær hún Heiður - ...

Til hamingju með daginn skottið mitt .. æðislegir litlu frændurnir þínir og dásamleg bókin sem þú fékst frá Eyjólfi. Hafðu góða og ljúfa helgi mín kæra!

Tiger, 15.8.2008 kl. 13:49

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk fyrir Tiger...

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.8.2008 kl. 13:53

3 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þú varst ekkert að flagga þessu þegar ég hitti þig í gær, hmmm.... Ég tek bara undir lagið með TíCí, Hún átti ammæli í gær - hún átti ammæli í gær...

Til hamingju elsku Heiður, með daginn þinn í gær

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 15.8.2008 kl. 14:12

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Sigrún hitti þig já og var líka hissa á að Ásta sagði ekki neitt hún var búin að segja öllum  það en takk mikið vel fyrir Sigrún og Valgeir.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.8.2008 kl. 15:14

5 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn í gær, vona að dagurinn hafi verið æðislegur hjá þér.  Ekki leiðinlegt að fá svona sæta frændur í heimsókn.

Knús og góða helgi Heiður mín

Elísabet Sigurðardóttir, 15.8.2008 kl. 15:19

6 identicon

Til hamingju með afmælið í gær...hmm tja þú veist ég hef gullfiskaminni hehe:)

Kveðja Þóra Björk gullfiskur

Þóra Björk (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 18:45

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk Elísabet og takk Þóra gullfiskur.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 15.8.2008 kl. 23:00

8 Smámynd: Hulla Dan

Til hamingju með daginn í gær stelpa!!!

Vona að dagurinn hafi verið þér góður og þú hafir fengið fult af pökkum.

Hulla Dan, 16.8.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband