2.9.2008 | 10:50
2 september 2008.
Góðan daginn .
Uss hér er löngu komin tím á fæslu,hér gengur allt sinn vana gang reglu tími mættur sem er alveg frábært því það er þannig að á sumrin verður allt svo reglulaust farið seint að sofa og sofið framm á morgunn en svo þegar skólinn byrjar setur maður regluna betur á.
Nú er fyrst vikan búin í skólanum og er ég frekar bjartsýn á framm haldið Auður fær 5 tíma á viku í sérdeild mér finnst það samt frekar lítið og svo fær hún að hitta sérkennaran sinn og fær hjálp við að læra en það gæti verið að hún færi samt í almennt heimanám ég er mjög ánægð með skipulag á elsta stíginu ég fer á reglulega fundi með sérkennaranum einu sinni í vikur og það skiptir miklu máli Auður er líka mikið sáttari eftir að hún byrjaði að hitta nýja sérkennaran en hún vildi ekki skipta þannig að vikan hjá henni gekk rosalega vel...
Sverrir er bara góður og allt gengur vel hjá honum hann fór á æfingu í júdó í gær og fannst alveg svakalega gaman og bíður spenntur eftir að komast á næstu æfingu á morgunn en hann er 3 sinnum í viku ég vona að hann finni sig í júdóinu því hann hefur ekki viljað æfa neinar íþróttir.
Svo er það litla prinsessan á bænum hún Ásta Sigríður henni finnst ROSALEGA gaman í skólanum og hún veit vel að það þarf að læra heima þegar maður er komin í skóla og eftir fyrsta daginn þá heimtaði hún að læra og varð alveg brjáluð af því að hún kom ekki heim með heimanám og grenjaði hér á gólfinu en núna er hún komin með lestrabók og var það mikil hamingja svo kom hún með reiknisbók og skrifta bók sem hún á að vinna í út vikuna og gengur það vel nema hún vill fara sínar eigninleiðir í að skrifa og finnst það asnalegt að þurfa að skrifa eftir pönntun einhvers annars (þá meina ég draga rétt til stafs) en þetta kemur örugglega....svo ég er sátt svona í upphafi skólaárs.
En annars er allt gott að frétta Gísli prufaði að fara með farðþega á mótorhjólin í gær hann fór með alla fjölskyduna svoa einn í einu og mis langt og fannst öllum það rosalega gaman en ég held börnunum hafi fundist mest gaman þegar mamma og pabbi fóru saman og ég segi það þetta var gaman eiginlega geggað...
Hér er svo Ásta tilbúin í skólann fyrsta daginn.
En það var grenjandi rigning svo það var pollagalli en ekki nýja flotta bleika úlpan sem var keypt fyrir skólann.
Ég vona að ég fari að komast í gang með að blogga meira er bara mjög lítið inni og les ekki mikið eitthver eirðarleisi er að plaga mig og pirringur sem ég vona að ég geti unnið á.
Kveðja til allra og takk fyrir kommentin í síðust fæslu hann sverrir er svo flottur.
Kveðja Heiður.
Athugasemdir
Brynja skordal, 2.9.2008 kl. 15:10
Æ það er alltaf gott þegar regla kemst á heimilislíf eftir sumarfrí. Gott að allt er í góðum gír hjá ykkur. Það er svo sannarlega satt hjá þér að það er bara gaman að ferðast á mótorhjóli.
Knús til þín
Dísa Dóra, 2.9.2008 kl. 18:02
Flott stelpan þín. Það er vitanlega algjört svindl að fá ekki heimanám eins og hinir.
Helga Magnúsdóttir, 2.9.2008 kl. 21:50
Gott að allt gengur vel. Hún er nú meiri dúllan með töskuna sína. Minn var líka í algeru stressi yfir því hvort hann fengi nóg heimanám, rosa sport að læra heima.
Elísabet Sigurðardóttir, 3.9.2008 kl. 00:02
Þetta bleika tímabil ætlar að vera allsráðandi hjá okkur langt fram eftir aldri!!!
Ég mætti dömunni í morgun þegar hún var á leið í skólann og hún er svo mikið snúll mig langar alltaf að taka hana og knúsa þegar ég sé hana
Kíki í einn bleikann á eftir;)
Ásta Björk Hermannsdóttir, 3.9.2008 kl. 08:30
Takk fyrir fallegar kveðju hér,knús til ykkar allra frá mér og Ástur Sigríði.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.9.2008 kl. 10:39
Yndislegt er allt gengur svona vel og flott er hún litla snúllan þín.
Hvernig er að fara svona á mótorhjól? ég hef ekki farið í 45 ár eða svo.
knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.9.2008 kl. 16:37
snúllan þín rosalega flott í nýju skólafötunum og með töskuna,jamm það er ennþá aðeins viðlogandi bleikt hér á bæ
kveðja
Anna Ágústa Bjarnadóttir, 3.9.2008 kl. 21:22
Milla það var ROSALEGA gaman á eiginlega ekki til nógu gott lýsingar orð yfir það..
Já Ágústa bleikur er flottur litur og ég get rétt ýmindað mér að hann verði við líði á þessum bæ í nokkurn tíma
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.9.2008 kl. 08:05
ég held nú að þessi stelpa sé falleg í hvað lit sem er...fallegir krakkar sem þú átt þarna og ég get ekki betur séð en að strákurinn sem mjög líkur þér þó svo það séu yfir tuttugu ár síðan ég sá þig
Helga Nanna Guðmundsdóttir, 7.9.2008 kl. 17:25
À mínu heimili er haimanámið ekkert í uppáhaldi
Segi bara eins og hinir. Voða falleg börn sem þið eigið.
Hulla Dan, 8.9.2008 kl. 09:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.