28.2.2008 | 19:56
28.febrúar.
Þá er 28 dagur febrúar runninn upp hér var hann frekar hvítur úti sem þíðir að ég þurfti að moka af bílnumeins og mér finnst það ekki gaman,en dagurinn hefur að mestu farið í að taka þvottahúsið í gegn langar að gera smá breitingar þar áður en nýju tækin verða sett inn hef nú sagt frá því í fyrri fæslum og ætla ekki að tala neitt um það hér meira.
En dagurinn hefur líka farið í að minnast hans pabba hann hefi átt afmæli í dag ef hann hefði verið á lífi hefði hann haldið upp á 70 ára afmæli sitt pabbi lést 1998,ég hef oft hugsað til hans síða hann Himmi minn dó og hef ég verið þeirra trúa að pabbi hafi tekið á móti afa stráknum sínum í ágúst og er ég jafn trúa í dag að þeir og Eyji bróðir hafa fagnað þessum degi saman í himnaríki elsku kallarnir á himnum ég sakna þeirra alltaf svo mikið.
En annars er ekki mikið í fréttum það gerist svo svaklega lítið þegar maður er að þrífa eitt stykki þvottahús en nú ætla ég að hafa það gott hér við tölvuna í kvöld.
Góðar stundir kæru vinir.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2008 | 20:58
Það var bankað
hér áðan Ásta hljóp til dyra og maðurinn spurði eftir mömmu henar ég stökk frá tölvunn og í hurðinni stóð maður og sagðist vera með þvottavél og þurkara í bíl hér úti vá ég var svo svo ég átti von á að þetta kæmi með flutningabílnum en ekki sendiferðabíl úr Reykjavík klukkan hálf níu að kvöldi en nú stendur hér þvottavél á miðjum ganginum og þurkari farmm í útidyragangi...og þá geta allir getið til um hvað ég fer að gera á morgunn..nú er ég ánægð
og kannski það fyndnasta við allt er að systir mín var að tala við mig 10 mínútum áður og spurði hvort ég væri búin að fá vélarnar og ég sagði við hana að það væri von á þeim í Ormson í vikunni og þá færi allt í flutningabíl og hingað....
Kveðja Heiður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2008 | 15:37
27 febrúar 2008.
Góðan daginn....
Þá er komið að frétta pisli dagsins í dag...hér hefur flensa aðeins kíkt við Gísli náði að krækja sér í hana og er þar að leiðandi heima er nú samt að vona að við rest í fjölskyldunni sleppum...
Nú minsta prinssessan á bænum misti sína 3 tönn í gær alveg svakaleg ánægð með það og var töninni komið vel fyrir undir kodda og farið snemma að sofa í gærkvöldi í von um að tannálfur kæmi og jú hann mætti og skildi eftir 200 kr og Ásta Sigríður hæst ánægð í morgunn...
Í dag fórum við Sokkur til dýralæknis já það var verið að taka karlmenskuna frá honum þessari elsku hvernig sem læður hverfisins taka því svo fékk hann sprautu og lét ég örmerkja hann...hann er bara slappur í dag en það lagast allt þetta gekk allt vel hann er enn sofandi og þreittur.
Tölvan mín er ekki kominn enn úr viðgerð eða það er nú bara verið að formata hana hreinsa og gera fína já hún var örugglega ekki í góðu ástandi en vona að ég fari að heyra frá verkstæðinu og tölvan sem Auður er með inni hjá sér og spilar Smims á er líka á verkstæði og erum við búin að fá að vita hvað að henni er en það þurfti að fá varahluti úr bænum og átti að sækja þá í morgunn svo vonandi fær hún hana fljótlega....þannig að tölvupósturinn liggur niðri en ég svara um leið og ég fæ tölvuna mína.
En annars er það ekki meira sem ég man í bili og kveð.....yfir og út...Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 19:04
Spelkur
![]() |
Nýjung leysir gifsið af hólmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.2.2008 | 14:04
Gættu orða þinna.
![]() |
Sekur um meiðyrði á bloggi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.2.2008 | 12:38
Jæja þá er bara að aftengja.....
tölvuna ég þarf að láta ath hana aðeins ekkert mikil bilun en ég kemst ekki inn á mentor í skólanum og spurning hvort eitthvað er blokk er í tölvunni minni svo ætla ég að láta hreinsa hana í leiðinni finnst ég er á annað borð að vesenast með hana....en ég er búin að fá lánaðan lappann hans Valda svo ég get aðeins kíkt inn en verð ekki mikið inni samt er að spá í að vera pínu dugleg og gera eitthvað hér heima.
En vonandi eiga allir góðan dag hér er allt fínt...Kveð að sinni Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2008 | 18:10
Konudagur.
Til hamingju allar konur með daginn.
Ég ætla nú ekki að hafa langa lesningu í dag,en það var mjög gaman í gærkvöldi fengum frábæran mat og svo var spjall og svo ball fyrir þá sem vildu eftir það enenen við fórum heim um kl 24 þá var okkar svefntími komin og best að koma sér heim æj við erum bara svo léleg í svona nætur röllti...segjum bara heima er best.....
En hann Björn Gísli er alveg FRÁBÆR barnapía allt komið í rúmið kl 9,40 og allt rólegt þegar við lentum um rétt fyrir eitt í nótt....takk Bjössinn minn þú ert frábær.
Ég er búin að lyggja í leti í dag og er bara að spá í að halda því áfram í dag......njótið dagsins kæru konur.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.2.2008 | 13:31
Árshátið þvottavél og
Jæja þá má segja að það sé komin tími til að skrifa smá á bloggið....
Við erum að fara á árshátíð í kvöld með vinnunni hjá Gísla þannig að ég skellti mér í að láta laga hárlokkana í gær og er enginn rót niður á axlir úúff hvað ég er feginn og svo Björn barnapía er komin í hús sem er gott hann skrapp aðeins með vinum sínum í gærkvöldi og var ekki komin þegar gengið var til náða hér í gærkvöldi og voru sumir karlmenn að spá í hvort hann hafi gleymt að hann hafi ætlað að passa eða að hafa húsið opið og hann farin að sofa en auðvita skilaði hann sér í morgunn hress og kátur og spilar WOW hér núna...
.
Svo þegar minn maður kom heim úr vinnunni í gær rétti hann mér nótu og jú þessi elska fór og keypti nýja þvottavél og þurkara líka svo ég er að fá allt nýtt í þvottahúsið þetta kemur allt í næstu eða þarnæstu viku eins og ég sagði í síðustu fæslu er þvottavélin uppseld og er væntaleg í næstu viku en næsta vika eru 5 virkir dagar og ég veit ekki hvenær þetta fer í flutningabílinn til Grindavíkur og nú er það næsta mig langar að breita aðeins til í þvottahúsinu en þá þarf auðvita pípara og er ég að vinna í því að ná í Gumma til að skoða hvort þetta er mikið mál ef þetta gengur eftir fæ ég borð í þvottahúsið
það er svakalega gott.
Annars er allt gott að frétta héðan man ekki eftir fleyru í bili en þangað til bless Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.2.2008 | 23:30
Dagur að kveldi komin.........
Jæja þá er þessi dagur að kveldi komin...ég er nokkuð ánægð þó mér hafi kviðið fyrir þessum degi í dag eru 6 mánuðir liðnir frá því að við gengum í gegnum erfiðasta dag í lífi okkar hér þegar presturinn kom hér og tilkynnti að Hilmar væri dáinn,við fórum í bæinn í dag og fórum í kirkjugarðinn til hans mér finnst það pínu erfitt enn þá kemur svo mikill söknuður ég hef auðvita hugsað um þennan dag fyrir 6 mánuðum en hugsaði kannski meira um það í gær því þá var minna að gera en í dag...ég er pínulítið feginn að hlutirnir urðu þannig að það var frekar mikið að gera í dag og hafði kannski ekki eins mikinn tíma til að hugsa um þennan dag fyrir 6 mánuðum en ef ég hefði bara verið heima.
En dagurinn byrjaði á því að við Auður fórum og hittum sálfræðing (á heilsugæslustöðinni)sem ætlar að reyna að hjálpa Auði og svona í stuttumáli er staða Auðar þannig að hún getur ekki talað um Hilmar bróður sinn og að hann sé dainn öðruvísi en að gráta og henni líður ýlla yfir þessu og er talin full ástæða til að hjálpa henni að komast í gegnum þetta.. Himmi var hennar uppáhalds bróðir og hún þekkti hann vel og Himmi var líka svo ROSALEGA góður vð Auði...þau elskuðu hvort annað mikið,ég hef mikla trú á þessum sálfræðing og að hann geti hjálpað henni.
En svo þegar við komum út í bíl fengum við sms og jú það fæddist lítill eða bara stór frændi í morgunn Ásta og Einar eignuðust annan strák og var hanan hvorki meira en 19 merkur og 55 CM risa stór við Gísli fórum og kíktum á þau og hittum líka STÓRA bróðurinn og ömmu Boggu og Loft afa og Sverrir Pétur allir að skoða auðvita voru teknar myndir og læt ég eina fylgja hér fyrir neðan.
Prins Einarsson.
Í dag kl 15 hittust svo saman í Sjónarhól og ræddu mál barnana okkar þetta voru læknirinn þeirra kennarar félagsþjónustan konan sem ég hitti vikulega og fulltrúi frá Sjónarhól svo við foreldrar alls 10 manns og voru ræddar leiðir til að hjálpa þeim í skólanum og kemur til greyna að fá félagslega aðstoð fyrir þau ég er nokkuð sátt eftir þennan fund og kannski pínu bjartsýn en ég veit ekki enn hvað félagsþjónustan getur gert fyrir okkur en hugmyndir komu upp sem verða skoðaðar það er ýmislegt sem ég ætla að gera og svo verðu ýmislegt sem skólinn ætlar líka að gera sem verður gott fyrir þau en nokkuð haldið í það sem er verið að gera líka núna í skólanum líka til að þau finni ekki eins mikið fyrir breitingum,svo eigum við að hitta læknirinn á fimmtudaginn og þá gætu orðið lyfja breitingar hjá Auði að minsta kosti,ég vona að þetta geti orðið til einhvers góðs fyrir okkur öll og hefur í rauninni margt gerst bara á síðustu dögum eða frá því að ég lét þessi mál í hendur þeirra sem kunna að fjalla um svona mál þá meina ég þessa góða fólks sem vinnur á Sjónarhóli.
En jæja ég held að ég sé búin að skrifa nóg í bili og er frekar þreitt eftir anna saman dag og býð Góða nótt....
En eitt að lokum við skoðuðum þvottavélar í leiðinni og JÚ húsmóðirnn er búin að finna vélina sem hana langar í en auðvita er hún uppseld og er væntanleg í þarnæstu viku og bíð ég bara "róleg" afþví ég er svo róleg...heheh
Kveðja Heiður "rólega"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.2.2008 | 11:22
Vá 19 febrúar.
Góðan daginn.
Héðan er allt gott að frétta allir nokkuð hressir og margir góðir hlutir að gerast í næstu viku og allt er það á sama deginum....ussssss.
En í gær fékk ég símtal frá Sjónarhól og er búið að ákveða daginn sem stóri fundurinn á að vera vegna barnana og skólans hann verður þriðjudaginn 19 febrúar þar eiga sem sagt allir að mæta eitthvað af fólki frá skólanum ég veit ekki alveg hvað það verða margir því að sérkennarinn hennar Auðar var látin vita og á hún að taka það fólk með sér sem hún telur að þurfi að koma svo verður læknirinn þeirra og Sólveig sem ég hef verið í Ham hjá eða sem sér um að hjálpa mér með mín vandamál og er það eiginlega fyrir hennar tilstylli að málið er komið svona langt dag svo á að boða einhvern frá félagsmálayfirvöldum hér og svo auðvita hún Hrefan frá sjónarhól og svo við foreldrar barnana,ég er nú pínu spennt að vita hvað gerist í eftir þennan fund og kannski líka spínu kvíðin æj ég veit ekki neitt hvernig mér líður vegna þessa fundar...það kemur allt í ljós.Og svo á ég og Auður að fara og hitta Funa sálfræðing á þriðjudags morgunn þetta er sá sem ætlar að reyna að spjalla við Auði.
Svo er mikil spenna en von er á litlu frændsystkini í heiminn á þriðjudag 19 febrúar hún Ásta systur dóttir mín er að fara að eignast sitt annað barn og verður hún skorin á þriðjudags morgunn og Eyjólfur ætlar að verða stóribróðir .....það verður fjör.
En svo verður líka líðnir 6 mánuðir frá því að Himmi okkar dó,ég ætla svo sem ekki að ræða neitt um það hér núna geri það seinna.
það verða mikið að gera hjá mér þennan dag og þarf ég sennilega að fara að byrja að safna orku því ekki er hægt að kaupa hana...heheh.
Þetta er svona það helsta sem ég vil segja að sinni og kveð hér með....yfir og út.
Kveja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)