31.3.2008 | 18:35
Alltaf sama vandamálið með Tryggingastofnun.
Enginn samníngur hefur verið við hjartalækna og hefur fólk þurft að borga mörg þúsund fyrir læknisviðtalið og þurft að fá beiðnir hjá heimilislæknum sínum til að fá endurgreitt.verður þetta þá svona með bæklunalækna líka.
Ég hef þurft mikið á bæklunarlæki að halda fyrir dóttir mína síðustu 6 ár þetta leggst ýlla í mig.
![]() |
Bæklunarlæknar utan samninga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2008 | 10:06
Viltu í nefið......
Mér datt bara í hug lagið "viltu í nefið viltu í nefið vinur minn".
Annars bara frábært hjá atvinnubílstjórum að loka og vona ég að þessir heiðurs menn sem sytja á hinu háa Alþingi við Austurvöll láti sjá sig það er það sem þarf til að eitthvað gerist.
![]() |
Ráðamenn vakni" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2008 | 13:03
Flottar aðgerðir.
Það var komin tími til að einhverjir gerðu eitthvað í þessu með þetta verð á eldsneiti þetta er er orðið allt of hátt og ég skil þessa menn vel það er ekki gefins að fylla eitt stykki trukk....ég veit það....
Áfram strákar GÓgÓ
![]() |
Bílstjórar mótmæla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2008 | 14:31
Ákveðin stelpa og fleira.
Góðan daginn,ég er hér og ekkert markvert komið frá mér í nokkra daga en hér kemur eitthvað.
Mig langar að segja ykkur til að byrja með frá henni dóttur minni hún er 6 ára og frekar ákveðin ung dama í gær fór hún með leikskólanum í heimsókn á bæjarskrifstofu Grindavíkur og hitti bæjarstjórann það fannst henni gaman(það er þannig með hana sem kann Latabæ utanaf að bæjarstóri er í raun merkilegur maður)en semsagt þeim var boðið að stíga í pontu og segja nafnið sitt og það mátti líka nefna eitthvað sem þeim fannst vanta í bæinn okkar ef þau fengju að ráða í einn dag og mín fór galvösk í pontu og sagði hátt og skírt ég heiti ÁSTA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR og það sem hana fannst vanta í bæinn okkar er stór Bratz hús svo fékk hún snúð og kókómjólk og veski merkt Grindavíkurbæ hún var hæstánægð með daginn,ég var reyndar ekki hissa að hún færi í pontu jafn ákveðin og opin sem hún er,en svo kom að því að segja ömmu frá þessu öllu og amma skildi ekki hvað Bratz hús væri þá sagði hún ÆJ amma það er stórt hús og það er málað svona Bratzlega þú veist alveg hvað það er og þar með var það útkljáð.
Í gær fór ég í RVK um leið og ég var búin að fara með Ástu á leikskólann og fór með mömmu til augnlæknis og fékk góða skoðun þar svo hef ég verið að reyna að fá nýjan staf fyrir hana en það er sem auðvita ef á að fá eitthvað frá Tryggingastofnun Ríkisins kostar það fullt að vottorðum og umsóknum og fullt af pappír og það kostar að fara á þennan stað og hringja í þennan og þennan afhverju þarf þetta að vera svona flókið ? ég bara spyr......mamma er hér hjá okkur og verður það eitthvað en hún fer ekki heim fyrr en seint í apríl eins og staðan er núna.
En það er eitt sem ég hef verið að hugsa um svona kannski síðan í september það er mynda albúm sem við eigum við fórum til ljósmyndara þegar Hilmar fermdist og létum taka fermingar og fjölskyldu myndir svo átti að gera fleyri myndir upp úr albúminu en það var ekki gert en svo langar mig svo að fá eftir myndunum fá mynd af Himmanum upp á vegg og líka af Himmanum og Auði það eru svo margar flottar myndir af þeim,en vandamálið er að þessi ljósmyndastofa fór á hausinn og ég veit ekki hvernig ég get fengið fylmurnar en allavega er ég búin að tala við mann hjá Ljósmyndafélaginu og hann er búin að benda mér á annan manninn sem var á þessari stofu þegar myndirar voru teknar og ef ég man rétt gæti það verið að þessi hafi tekið myndirnar og er ég að vinna í þessu núna og vona ég að ég nái í þennan mann fljótlega,og Ragga ef þú lest og langar að fá myndir líka láttu þá vita.
Jæja ég man ekki eftir meira sem ég ætlaði að segja í bili þannig að ég kveð í bili
Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2008 | 21:06
Páska kveðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2008 | 11:13
Tauren vill ekki í sláturhús.
![]() |
Sluppu á leið á sláturhúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 18:45
....
Jæja þá erum við komin heim eftir frábæra skírnar og afmælisveislu hjá Ástu,Einari og sonum...litli prinsinn var skírður Ágúst Máni Ágúst er í höfuðið á langa langa afa hans í föður ætt og Máni er út í loftið.
Læt hér fylgja mynd af fjölskyldunni.
Foreldrar og Eyjólfur stóri bróðir með Ágústi Mána.
Hér er svo Ágúst Máni í Boggu ömmu fangi.
Kær kveðja Heiður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.3.2008 | 09:47
Hér er ég.
Jæja þá er komin tími til að blogga það er alltaf eitthvað að gerast en leti ein er orsökin fyrir að ekkert hefur komið hér inn en nú verður reynt að bæta úr því.
Hér eru allir komnir í páskafrí Auður og Sverrir byrjuðu á mánudaginn en Ásta þurfti að fara í leikskólann á þriðjudaginn í smá stund ég þurfti að hitta konu sem ekki var gott að taka litla skottu með og að fara með Auði til læknis en svo sótti ég hana og hún fékk sitt páskafrí rétt eftir hádegi á þriðjudag svo kom pabbinn heim um hádegi í gær því það var ekkert að gera í vinnunni svo það var brunað í bónus og verslað í matinn og auðvita páskaeggin...þannig að börni geta hætt að spá í hvort þau fái ekki páskaegg(hef aldrey keypt þau svona seint)svo var aðeins tekið til í húsinu.
Annars erum við búin að vera í veislum og aftur veislum fórum í fermingu hjá dóttir æskuvinkonu minnar 9 mars svo fermdist Sverrir Pétur sonur Boggu systir 16 mars svo er tvöföld veisla í dag þá á að skíra litla prinsinn hjá Ástu og Einari og halda upp á tveggja ára afmæli hjá Eyjólfi Má ég er frekar spennt að fá að vita hvað litli frændi á að heita set það í viðbót eftir veislu í dag,nei þetta er ekki alveg búið hann Bjössi okkar á stór afmæli í lok mars og var ég ekki viss um að hann ætlaði að halda upp á það en ég las svo á síðunni hjá Röggu í gær að hann ætlar að halda upp á það um viku seinna hann er að vinna í afmælis vikunni og við mætum það að sjálfsögðu en svo er ein ferming í minni ætt 6 apríl sem okkur er boðið í og jú við förum þangað þá held ég að þetta sé búið í bili eða ég veit ekki um neinar fleyri fermingar eða stórafmæli að minst kosti er ég þá ekki farin að hugsa framm yfir byrjun Apríl.
Jæja ég man ekki hvort það var eitthvað fleyra sem ég ætlaði að segja hér en vona að allir eigi góðan dag kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2008 | 15:51
Kristmundur kennó
Góðan daginn þá er ég komin heim af árshátíðinni hjá Sverrir og það var mjög gaman það er alltaf gaman að sjá börnin sín á sviði ég lofaði ykkur að fá mynd af Sverrir í menntaskólakennara skrúða og hann heitir Kristmundur kennó hér koma myndir,ég tók líka smá myndband sem mig langar að setja hér inn en verð að finna út úr því set það sem viðbót á eftir þegar ég er búina að finna þetta út .
Hér er hann Kristmundur kennó (Sverrir)
Svo hitti Kristmundur norn (Birna Marija dóttir Ástu vinkonu minnar)
Hér er svo Kristmundur með fleyri íbúum í blokkinni í Hólunum.
Kveðja Heiður og Kristmundur kennó....menntaskólakennari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2008 | 19:46
Smá blogg.....
Jæja er ekki bara komin tími til að blogga ?? jú það held ég...
Það er bara allt gott að frétta hér eru allir að mestu hressir en kisu strákurinn okkar hann Sokkur er búin að vera hálf skrítinn hann er búin að vera slappur og borðað lítið en svo fór hann að bólna rétt fyrir ofan aðra framm löppina og var þetta orðið frekar mikið svo ég ákvað að tala við dýralæknir eftir hádegið í dag og hélt hún að hann hafi verið bitinn og væri sennilega með sýkingu í sárinu og ég fór inn í Keflavík og hann var skoðaður og var læknirinn alls ekki ánægður með hvað hann kveinkaði sér mikið og datt í hug að hann væri viðbeins brotinn svo honum var gefið róandi og hann myndaður og það var allt í lagi með öll bein svo það var farið að skoða og það fannst eitt pínulítið sár og taldi læknirinn að það grasseraði mikil sýking þess vegna finnur hann svona mikið til og nú er hann komin á pencilin í 5 daga og vona ég að þetta sé þá bara búið og átti læknirinn ekki von á öðru.
Mig hlakkar mikið til morgunndagsins en þá er árshátíð hjá Sverri hann á að leika menntaskóla kennara og hann hefur sko alveg sínar skoðun á hvernig svoleiðins kennarar líta út og fékk hann klæðnað eftir því með sér í skólann hans skoðun er þeir eru í skirtu og buxum(ekki gallabuxum) með slaufu og GLERAUGU þau eru alveg skilirði að hans mati hann segir að menntaskóla kennarar eru alltaf með gleraugu,svo það voru auðvita fundin gömul gleraugu af pabba hans og glerin tekin úr og þau verða á nefinu á honum mig hlakkar mikið til að sjá þetta þau sýngja lag sem hefur hljómað í hausnum á mér síðustu vikur er alveg viss um ef það yrði spila í útvarpinu þá mundi ég syngja há stöfum með...hehehe við Auður ætlum að fara saman á morgunn ég reyni svo að taka mynd af mennatskóla kennara í fullum skrúða og sýni ykkur svo.
En jæja held að þetta sé gott í bili kveð að sinni Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)