28.6.2008 | 08:24
Hvar er ábyrgð verktaknas ?
Hér kemur frétt um þetta mál sem ég hef verið að skrifa um á mínu bloggi og hér segir Magnús Guðmundsson eigandi Grindarinnar og sá sem stendur að þessari byggingu,segir að þetta sé venjulegt snyrtilegt bygginasvæði....málið sníst ekki um hversu vel timbrinu er raðað í stafla og þetta sníst um það að byggingin er opin og börn leika sér þarna upp um allt og svo bendir hann á Reykjavík hann Magnús er líka spurður hvort gerða verði einhverjar ráðstafanir til að fyrir byggja tjón með að reisa girðingu í kringum svæðið þá svara Magnús að á honum hvíli engin skilda til þess....hver ber þá þessa skildu ? ég bara spyr.
Ég hef verið að spyrja Gísla sem oft vinnur við að taka svona grunna M.A á Reykjavíkur svæðinu og þar er undantekinga laust girt þar sem hann hefur verið að vinna svo Magnús getur étið þetta sjálfur..ég er svo reið yfir því hvernig þessi maður getur vaðið hér upp í bænum og gert hlutina eins og hann vill, svo gerir bærinn samning við þennan mann um að byggja hér nýjan Hópsskóla.
![]() |
„Á eftir að enda með slysi“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
27.6.2008 | 22:48
Vona svo sannarlega að ég sé að
færast einu skrefi nær í þessu máli varðandi nýbygginguna sem ég sagði ykkur frá í gær,er búin að tala við heilbryggðiseftirlitið og heyrir þetta ekki undir þá en sá maður vildi allt fyrir mig gera til að hjálpa til og sendi mér í tölvupósti reglugerðir sem ég gat vísað í og þar stendur að girða eigi til að tryggja öryggi utanað komandi fólks...takk fyrir.Svo hafði ég samband við vinnueftirlitið í morgunn og þar var maður sem vildi allt gera til að hjálpa til en sú stofnun sér eingöngu um öryggi starfsmanna og gat hann því ekki komið beint inn í málið en leiðbeindi mér vel og var þá næsta að hafa samband við byggingafulltrúann hér í bæ og lagði maðurinn frá vinnueftirlitinu mér orð sem ég gæti sagt við byggingafulltrúann og þegar ég heyrði í þeim köppum var allt komið á fullt og þeir farnir að skoða málið og voru að gera plön sem ætti að gera get ekki alveg sagt hvað stendur til en ég mun segja það um leið og ég get það er best að eiðinleggja ekki neitt .
En það er komin einhver gangur í þetta allt og vona ég bara að verktakinn láti hendur standa framm úr ermum ég sagði byggingafulltrúanum að ég yrði áfram á vaktinni og myndi fylgjast vel með og ætla ekki að stoppa hér og ég myndi ekki stoppa fyrr en allt er löglegt,svo í hádeginu þurfti ég að hringja í Ástu vinkonu mína og þá voru byggingafulltrúarnir að mæla eitthvað við gamla leikskólann(sem er yfirgefið hús) og fór ég strax á svæðið en Ásta býr beint fyrir ofna og lét þá sjá að vel væri fylgst með og svo gerðist það að það var girt utan um þennan yfirgefna leikskóla eftir hádegið ja ég var bara hissa það er aldeylis að menn eru að passa sig en auðvita frábært mál enda hrikaleg sjón að sjá inn í þetta hús.
Ég er sem sagt brött í dag varðandi þetta mál og vil ég þakka ykkur öllum sem kommentuð í síðustu fæslu rosalega vel fyrir þetta kvatti mig áfram og ekki veitti af.
Kveðja og mikið þakklæti fyrir kvatninguna.
Myndin er enn í fullu gildi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2008 | 14:20
Finnst ykkur þetta í lagi ?
Ég er alveg hoppandi núna,það var hringt í mig í gærkvöldi og mér sagt að Ásta værir að leika sér í gamlaleikskólanum þetta er hús sem á að rífa og hefur verið á áætlun í MARGA marga mánuði hjá bænum og er einhver von um að það verði í næstu viku,ég auðvita tók mína á teppið og svo var ég ákveðin í ásamt fleyri mæðrum hér í bæ að fara og skoða þetta og ég get ekki sagt annað en ég fékk næstum taugaáfall á að koma inn í leikskólann,við fórum 3 saman og ræddum við byggingafulltrúan hér og lofaði hann að þessu yrði lokað strax í dag...ég ætla svo að fylgjast með að það verði gert.
En svo er byggingja fyritæki sem heitir Grindin að byggja tveggja hæða blokk beint fyrir aftan þennan yfirgefna leikskóla og þar er allt í fokki að mínu mati þar standa steipustyrktar járn upp í loftið og timbrið og steipu mót út um allt,já þetta er byggingasvæði og ég veit vel að ég á að passa börnin mín sjálf það þarf ekki að segja mér það,en hvar er ábyrgð vektakans á hann ekki að girða svæðið til að reyna að fyribyggja að börnin komist inn svo virðist ekki vera ég hringdi og talaði við verktakann og hann svaraði bara með dónaskætingi og sagði mér að ég skildi bara passa börnin mín sjálf ég er búin að marg segja þeim að það má ekki fara þangað en allt kemur fyrir ekki og nú er mælirinn fullur hjá mér ég ætla að taka slaginn og gera allt sem í mínu valdi stendur til að hér verði ekki stór slys og að eitthvað gert til úrbóta en ég ætla ekki að loka börnin mín inn allan sólahringinn það er nokkuð víst Magnús getur bara girt hjá sér svæðið... djö hvað ég var reið í morgunn þegar ég var búin að tala við hann. Ég tók myndir og ætla að setja hér fyrir neðan ég er líka búin að tala við alla fjöðmiðla og vona ég að einhverjir birti frétt um þetta.
Þetta er á bygginasvæðinu.
Hvað gerist ef einhver dettur þarna niður...ég get ekki hugsað það til enda.
Ég er með fullt af myndum en læt þessa duga æi bili og vona bara að það gerist eitthvað í þessu áður en skaði hlíst af.
Kveðja Heiður....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.6.2008 | 11:26
Blogg eða blogg leisi það er spurning
Góðan daginn hér.
Ég hef bara ekkert veið á blogginu um helgina og ég á fullt af bloggi eftir að lesa er búin að lesa smá en á eftir að lesa mikið allir vinir búnir að skrifa nýtt.
Ég skellit mér í sund á föstudaginn með Ástu mína og Ástu vinkonu Emiliu og Birnu vá hvað það var gott og allir náðu í smá lit ekki veitir af að brenna á löppunum líka til að vera í stíl ..nei allt er gott í hófi
.
En jæja við settum upp fellihýsið um helgina og nú er það klárt búið að þrífa svo og gera fínt en áætlun er að fara fyrstu helgina í júlí á ættarmót hjá föður ætt minni,svo var slegið það sem ekki var klárað sökum bilunar í slátturvél um daginn og svo var vökvað í garðinum í gær allt orðið svo þurft og svo fengu börnin að hlaupa í úðaran í restina svaka stuð og allir blautir.
Svaka stuð með vinunum.
Heyrðum aðeins í Auði á laugardags kvöldið hún er búin að vera á Patró hjá ömmu með Ástu,Eyja og Ágústi en er á leiðinni í Keflavík í dag,æj hún var ekki mjög brött hún hafði mist símann sinn upp úr vasanum þegar hún var að hlaupa og hann datt í götuna og skjárinn brotnaði og sér því ekkert á símann æj hvað henni leið ýlla yfir þessu en pabbi ætlar að kaupa nýjan síma fyrir hana og þá varð hún öll betri,en hún skemmti sér vel var búin að hitta vinkonur sínar og fara á Rauðasand og hlaupa í sandinum rauða þetta er einn af fallegri stöðum þarna fyrir Vestan.
Jæja ég man ekki meira í bili svo ég kveð og vaona að allir eigi góðan dag.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
19.6.2008 | 19:16
jæja komin
Heim já hann Sverrir datt þegar hann var að hlaupa ofnaí sundlaugin á leikjanámskeiðinu í dag og fékk gat á hausinn ekki í fyrsta sinn sem þarf að bruna með töffarann á slysó,ég spurði hann afhverju hann hafi ekki komið heim eftir að hann meiddi sig og svarið var....mamma ég harkaði af mér....mér datt bara einn bróðir hans í hug hann gerði það stundum að haka bara af sér þegar hann meiddi sig og það var sama hvað það var lítið eða stórt,við fórum og hittum læknir og hann fékk eitt spor í hausinn.
Sverrir átti svo að mæta í klippingu í hádeginu á morgunn og verður frestun á því hann verður með lubban framm í næstu viku kall anginn..
En stundum er það þannig að maður er heppin Valdimar hringdi og spurði hvort við værum heima og langaði aðeins að kíkja og fá sér kaffi stundum dettur honum þetta í hug frekar en að far heim til sín en hann kom og passaði litlu systir sína á meðan ég fór með Sverrir.
Auður er farin til Ástu í Keflavíkina og eru þær að fara á Patró á morgunn þær ætluðu um daginn en þá varð Ásta að hætta við og á að leggja af stað strax í fyrramálið...Auði hlakkar mikið til að hitta ömmu og svo á hún vinkonur þarna líka sem hana hlakka til að hitta.
En jæja það er ekki meira að sinni kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.6.2008 | 12:57
19 júní í dag.
Í dag er 19 júní til hamingju konur með daginn.
En mig langar að setja það hér þetta er bleikur dagur og hún Ásta Sigríður er bleika stelpan mín hún hefur sínar skoðanir á litum STELPUR Í BLEIKU OG STRÁKAR Í BLÁU og í dag fór hún á fótbollta æfingu í bleikum stuttbuxum og bleikri flíspeysu er það ekki málið ?
Bleik kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2008 | 18:00
Rólegheit hvað er það....????
Góðan daginn hér....
Það er blessuð blíðan dag eftir dag hér oh það er svo gaman,en héðan er allt gott að frétta.
Götu grillið var æðislegt og góð mæting það var borðað og skrafað til klukkan 23 æðilegt og voru allir held ég á því að hittast aftur að ári.
Ég fór með börnin á skemmtunina hér í gær og kom heim um kl 17 eins og vindbarin hæna..., þvílíkt rok en sól og þurft sem skiptir kannski meira máli þegar um svona útiskemmtanir er að ræða.
Það er búið að vera rosalega rólegt á mínu heimili í dag bara alveg með eindæmum ég kann það bara ekki verð að viðurkenna það,þegar ég var búin að koma Sverrir á leikjanámskeiðið og Ástu í fótbollta skólann var rokið af stað í bónus að ná í vistir fyrir fjölskylduna Auður var hér heima og átti að taka á móti Ástu ef ég yrði ekki komin heim en hún kom á eftir mér þá þurfti að gefa henni og Emiliu vinkonu hennar að borða og svo fóru þær út leika,en svo kom Sverrir heim rétt fyrir 16 og vildi endilega fá að fara í sund einn æj en mamman var ekki alveg sammála því jú hann er komin með aldur en hann er alls ekki orðin nógu vel syntur og hefur í raun mist það mikið úr sundkennslu að ég þorði að leifa honum þetta já auðvita varð hann alveg tjúll og ég var svo hrikalega vond mamma að það varð hreinlega að finna sátta leið og Auður stóra systir fór með og ætlar fylgjast með litla mömmu stráknum...svo þau eru í sundi.
Ég ætlaði að setjast hér niður skrifa fyrr í dag en fór og skoðaði fréttir á mbl og þá sá ég að ein bensín hækkunin kom í dag og ég bara linkaði henni djö hvað ég er að verða fúl yfir þessum endalausu hækkunum á eldsneiti ég bara gæti gargað .
Ég er auðvita búin að kíkja á blogg hjá vinum í dag og sá alveg rosalega góða fæslu hjá Helgu Magg þetta er eins svona falleg fæsla um ofvirkan strák langar að linka henni hér http://helgamagg.blog.is/blog/helgamagg/ langar að byðja ykkur sem ekki hafið lesið að lesa,þetta er svona málefni sem alltaf þarf að halda á lofti,þetta eru börnin okkar,vona Helga mín að þetta sé í lagi.
En jæja það er ekki meira sem ég man eftir.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2008 | 15:34
Enn hækkar bensín og olía...
Enn kemur ein frétt í viðbót um verð hækkun á eldsneyti 173,40 á bensín og 189,80 á dísel...
Hvar endar þetta og hvar eru þeir sem græða á öllu saman,mér finnst þetta alveg komið út í vitleisu þetta verðlag.
Ég verð nú að segja að mér finnst að Sturla og félagar hefðu alveg mátt mótmæla og reyna með öllum mætti að fá einhver svör hjá þessum herrum sem stjórna landinu..ég veit að margir halda að þeir geti ekkert gert en frá mínum bæjardyrum séð geta þeir það alveg því ríkið fær tildæmis hærri vask af hverjum seldum lítra......
![]() |
Eldsneytisverð hækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2008 | 12:00
17. júní 2008
Gleðilegan Þóðhátíðar dag til ykkar allra megi dagurinn verða ljúfur og góður,ég ætla að fara með börnin mín á þau hátíðarhöld sem hér í minni heimabyggð verða.
Skrifa kannski meira í kvöld.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.6.2008 | 14:06
Ný vika.
Jæja þá er komin ný vika nýr dagur og hvað á að gera í dag ? það er góð spurning .
SMÁ VIÐBÓT HÉR.
Ég ætla að setja hér efst smá viðbót,ég var að fá borða efst á síðuna mín litlu englana mína rosalega er ég ánægð með þetta hann Gunnar http://rannug.blog.is/blog/rannug/gerði þetta fyrir mig og setti síðuna mína á Topplistann þakka þér kærlega fyrir Gunnar þetta er rosalega flott,var búin að reyna þetta oft en þetta koma allt bjagað enda er ég ekki tölvugúrú.....
Ég er afskaplega fegin að ekkert af mínum ská börnunum fóru á bíladaga þetta árið það gekk ekki mjög vel fyrir ári síðan svo ég er kampa kát með að allir voru heima.
Svo las ég alveg þá bestu frétt hjá Röggu í gær Hjalli fær að taka út í samfélagsþjónustu ég get ekki líst því hvað við Gísli vorum ánægð að það sé komið á hreint,veit ekki hvernig ég hefði tekið því ef hann hefði þurft að fara inn...jeminn get bara ekki hugsað um það.
En svo er stóra stelpan mín komin heim og verður í viku æj það var svo gott að sjá hana þessa elskuég þarf bara að venjast því að hún sé ekki heima í heila viku en auðvita heyrði ég í henni bæði sms msn og í síma,svo var ég búin að lofa henni að ef vel gengi í prófunum og hún myndi leggja sig alla framm þá mætti hún fara í plokkun á augabrúnum svo í hádeginu fór hún þegar hún var búina hringdi hún og sagði...mamma veistu hvað þetta var vont...ég sagðist alveg vita það en vildi ekki segja henni það svo nú er hún svaka pæja.
Ég er nú öll að jafna mig á brunasvæðum er búin með rúmlega 1/2 túpu að alovera kæli geli svo þetta er allt í áttina en núna verður sólavörnin notuð óspart....
Hér er svo brunarústirnar langaði svo að eiga mynd og get leift ykkur að sjá líka.
Í kvöld verður kátt í götunni hér hjá mér það á að vera svona götugrill og ætla allir að koma saman við eitt húsið í götunni og grilla saman það verður gaman þetta var hefð hér en hefur ekki verið gert í 3 til 4 ár en svo var ákveðið að prufa að endurvekja þetta og er þetta í fyrsta skipti sem við förum börnunum hlakkar mikið til og ætlauðu ekki út í dag til að misssa ekki af þessu en ég sagði að þeim væri það alveg óhætt því þetta verður ekki fyrr en í kvöld....
Jæja er þetta ekki orðið gott í bili kveð að sinni Heiður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)