20.3.2008 | 09:47
Hér er ég.
Jæja þá er komin tími til að blogga það er alltaf eitthvað að gerast en leti ein er orsökin fyrir að ekkert hefur komið hér inn en nú verður reynt að bæta úr því.
Hér eru allir komnir í páskafrí Auður og Sverrir byrjuðu á mánudaginn en Ásta þurfti að fara í leikskólann á þriðjudaginn í smá stund ég þurfti að hitta konu sem ekki var gott að taka litla skottu með og að fara með Auði til læknis en svo sótti ég hana og hún fékk sitt páskafrí rétt eftir hádegi á þriðjudag svo kom pabbinn heim um hádegi í gær því það var ekkert að gera í vinnunni svo það var brunað í bónus og verslað í matinn og auðvita páskaeggin...þannig að börni geta hætt að spá í hvort þau fái ekki páskaegg(hef aldrey keypt þau svona seint)svo var aðeins tekið til í húsinu.
Annars erum við búin að vera í veislum og aftur veislum fórum í fermingu hjá dóttir æskuvinkonu minnar 9 mars svo fermdist Sverrir Pétur sonur Boggu systir 16 mars svo er tvöföld veisla í dag þá á að skíra litla prinsinn hjá Ástu og Einari og halda upp á tveggja ára afmæli hjá Eyjólfi Má ég er frekar spennt að fá að vita hvað litli frændi á að heita set það í viðbót eftir veislu í dag,nei þetta er ekki alveg búið hann Bjössi okkar á stór afmæli í lok mars og var ég ekki viss um að hann ætlaði að halda upp á það en ég las svo á síðunni hjá Röggu í gær að hann ætlar að halda upp á það um viku seinna hann er að vinna í afmælis vikunni og við mætum það að sjálfsögðu en svo er ein ferming í minni ætt 6 apríl sem okkur er boðið í og jú við förum þangað þá held ég að þetta sé búið í bili eða ég veit ekki um neinar fleyri fermingar eða stórafmæli að minst kosti er ég þá ekki farin að hugsa framm yfir byrjun Apríl.
Jæja ég man ekki hvort það var eitthvað fleyra sem ég ætlaði að segja hér en vona að allir eigi góðan dag kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2008 | 15:51
Kristmundur kennó
Góðan daginn þá er ég komin heim af árshátíðinni hjá Sverrir og það var mjög gaman það er alltaf gaman að sjá börnin sín á sviði ég lofaði ykkur að fá mynd af Sverrir í menntaskólakennara skrúða og hann heitir Kristmundur kennó hér koma myndir,ég tók líka smá myndband sem mig langar að setja hér inn en verð að finna út úr því set það sem viðbót á eftir þegar ég er búina að finna þetta út .
Hér er hann Kristmundur kennó (Sverrir)
Svo hitti Kristmundur norn (Birna Marija dóttir Ástu vinkonu minnar)
Hér er svo Kristmundur með fleyri íbúum í blokkinni í Hólunum.
Kveðja Heiður og Kristmundur kennó....menntaskólakennari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2008 | 19:46
Smá blogg.....
Jæja er ekki bara komin tími til að blogga ?? jú það held ég...
Það er bara allt gott að frétta hér eru allir að mestu hressir en kisu strákurinn okkar hann Sokkur er búin að vera hálf skrítinn hann er búin að vera slappur og borðað lítið en svo fór hann að bólna rétt fyrir ofan aðra framm löppina og var þetta orðið frekar mikið svo ég ákvað að tala við dýralæknir eftir hádegið í dag og hélt hún að hann hafi verið bitinn og væri sennilega með sýkingu í sárinu og ég fór inn í Keflavík og hann var skoðaður og var læknirinn alls ekki ánægður með hvað hann kveinkaði sér mikið og datt í hug að hann væri viðbeins brotinn svo honum var gefið róandi og hann myndaður og það var allt í lagi með öll bein svo það var farið að skoða og það fannst eitt pínulítið sár og taldi læknirinn að það grasseraði mikil sýking þess vegna finnur hann svona mikið til og nú er hann komin á pencilin í 5 daga og vona ég að þetta sé þá bara búið og átti læknirinn ekki von á öðru.
Mig hlakkar mikið til morgunndagsins en þá er árshátíð hjá Sverri hann á að leika menntaskóla kennara og hann hefur sko alveg sínar skoðun á hvernig svoleiðins kennarar líta út og fékk hann klæðnað eftir því með sér í skólann hans skoðun er þeir eru í skirtu og buxum(ekki gallabuxum) með slaufu og GLERAUGU þau eru alveg skilirði að hans mati hann segir að menntaskóla kennarar eru alltaf með gleraugu,svo það voru auðvita fundin gömul gleraugu af pabba hans og glerin tekin úr og þau verða á nefinu á honum mig hlakkar mikið til að sjá þetta þau sýngja lag sem hefur hljómað í hausnum á mér síðustu vikur er alveg viss um ef það yrði spila í útvarpinu þá mundi ég syngja há stöfum með...hehehe við Auður ætlum að fara saman á morgunn ég reyni svo að taka mynd af mennatskóla kennara í fullum skrúða og sýni ykkur svo.
En jæja held að þetta sé gott í bili kveð að sinni Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.3.2008 | 19:15
Tóm hamingja...
Jæja loksins er búið að leggja fyrir nýju þvottavélinni og nýju vélarnar komnar á sinn stað langaði bara að monta mig smá ég er að springa úr monti í dag er ég bara svo .Við erum svo að spá í að fara og skoða nýja innréttingu í þvottahúsið og verður það gert fljótlega....og þá verð ég enn meira er með skáp sem var inni í þvottahúsinu og hann passar ekki alveg inn núna en ég má ekki missa hann vegna plássleisis í eldhússkápum.
Hér er svo myndir af slotinu í þvottarhúsinu en borðplatn kemur MJÖG fljótlega .
Flott par.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
2.3.2008 | 17:30
Meiri snjór.
Víða þungfært á Suðausturlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.3.2008 | 09:37
Loksins
komin með tölvuna mína AH er frekar fegin en var samt orðin frekar flínk á lappann og afþví að hann var mér lánaður hafði ég hann alveg útaf fyrir mig en talvan er núna alveg fína engir vírusar og ekkert hestastóð heheh.
Annars er allt gott að frétta af þessum bæ.
Mig langar að kvetja fólk til að lesa helgarblað DV þar er góð umfjöllun um fanga sem látast hafa í fangelsum eða á meðan þeir bíða eftir að komast í afplánun eða sem lokið hafa afplánun þetta eru skuggalegar tölur 47 menn hafa látist 2004 til 2008 okkur brá mikið þegar Ragga hringdi í okkur í gærmorgnn og sagði okkur að Himmi væri á forsíðumynd í DV fyrsta hugmyndn var hvað er þetta blað að byrta mynd af honum og fór ég strax upp í búð og náði í blaðið en þetta er bara góð grein og þarft að ræða þessi mál.
Bara svona að láta heyra aðeins í mér og láta vita að ég er komin í samband við umheiminn eða netheima....kveðja Heiður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2008 | 19:56
28.febrúar.
Þá er 28 dagur febrúar runninn upp hér var hann frekar hvítur úti sem þíðir að ég þurfti að moka af bílnumeins og mér finnst það ekki gaman,en dagurinn hefur að mestu farið í að taka þvottahúsið í gegn langar að gera smá breitingar þar áður en nýju tækin verða sett inn hef nú sagt frá því í fyrri fæslum og ætla ekki að tala neitt um það hér meira.
En dagurinn hefur líka farið í að minnast hans pabba hann hefi átt afmæli í dag ef hann hefði verið á lífi hefði hann haldið upp á 70 ára afmæli sitt pabbi lést 1998,ég hef oft hugsað til hans síða hann Himmi minn dó og hef ég verið þeirra trúa að pabbi hafi tekið á móti afa stráknum sínum í ágúst og er ég jafn trúa í dag að þeir og Eyji bróðir hafa fagnað þessum degi saman í himnaríki elsku kallarnir á himnum ég sakna þeirra alltaf svo mikið.
En annars er ekki mikið í fréttum það gerist svo svaklega lítið þegar maður er að þrífa eitt stykki þvottahús en nú ætla ég að hafa það gott hér við tölvuna í kvöld.
Góðar stundir kæru vinir.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
27.2.2008 | 20:58
Það var bankað
hér áðan Ásta hljóp til dyra og maðurinn spurði eftir mömmu henar ég stökk frá tölvunn og í hurðinni stóð maður og sagðist vera með þvottavél og þurkara í bíl hér úti vá ég var svo svo ég átti von á að þetta kæmi með flutningabílnum en ekki sendiferðabíl úr Reykjavík klukkan hálf níu að kvöldi en nú stendur hér þvottavél á miðjum ganginum og þurkari farmm í útidyragangi...og þá geta allir getið til um hvað ég fer að gera á morgunn..nú er ég ánægð og kannski það fyndnasta við allt er að systir mín var að tala við mig 10 mínútum áður og spurði hvort ég væri búin að fá vélarnar og ég sagði við hana að það væri von á þeim í Ormson í vikunni og þá færi allt í flutningabíl og hingað....
Kveðja Heiður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.2.2008 | 15:37
27 febrúar 2008.
Góðan daginn....
Þá er komið að frétta pisli dagsins í dag...hér hefur flensa aðeins kíkt við Gísli náði að krækja sér í hana og er þar að leiðandi heima er nú samt að vona að við rest í fjölskyldunni sleppum...
Nú minsta prinssessan á bænum misti sína 3 tönn í gær alveg svakaleg ánægð með það og var töninni komið vel fyrir undir kodda og farið snemma að sofa í gærkvöldi í von um að tannálfur kæmi og jú hann mætti og skildi eftir 200 kr og Ásta Sigríður hæst ánægð í morgunn...
Í dag fórum við Sokkur til dýralæknis já það var verið að taka karlmenskuna frá honum þessari elsku hvernig sem læður hverfisins taka því svo fékk hann sprautu og lét ég örmerkja hann...hann er bara slappur í dag en það lagast allt þetta gekk allt vel hann er enn sofandi og þreittur.
Tölvan mín er ekki kominn enn úr viðgerð eða það er nú bara verið að formata hana hreinsa og gera fína já hún var örugglega ekki í góðu ástandi en vona að ég fari að heyra frá verkstæðinu og tölvan sem Auður er með inni hjá sér og spilar Smims á er líka á verkstæði og erum við búin að fá að vita hvað að henni er en það þurfti að fá varahluti úr bænum og átti að sækja þá í morgunn svo vonandi fær hún hana fljótlega....þannig að tölvupósturinn liggur niðri en ég svara um leið og ég fæ tölvuna mína.
En annars er það ekki meira sem ég man í bili og kveð.....yfir og út...Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2008 | 19:04
Spelkur
Nýjung leysir gifsið af hólmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)