12.4.2008 | 19:30
Myndir af prinsessu.
Hér kemur hún Ásta Sigríður sem er að missa tennur frekar hratt end orði sex ára, (hún segir...mamma ég er orðin SEX ára)það vantar núna 3 tennur en hún er búin að missa 5 tennur...var að taka mynd til að geyma í minningasjóðnum og langaði bara að deila þessu með ykkur .
Hér er ein.
Hér sést vel hvað vantar húm er búin að missa tvær í viðbót í neðri góm en þær eru komnar aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.4.2008 | 11:46
Sprækur sem.....
Góðan daginn !!
Er búin að vera á leiðinni að skrifa hér í marga daga en ekki komið mér til þess hef verið að spá í að skrifa um ákveðna hluti sem hafa verið að brjótast um í höfðinu á mér en eitthvað verður samt til þess að ég geri ekki neitt...ég hef verið að hugsa um svo marga hluti síðustu daga eða viku...get nú alveg komið með eina klausu samt....
Ég fór að hugsa um þetta þegar Bjössi hringdi og bauð til veislu í tilefni af 20 ára afmælinu sínu og þá fór ég að velta fyrir mér vá hvað ég hef verið heppin að hafa fengið að kinnast honum og auðvita Hjalta og Hilmari líka en af þessu tilefni fór ég að hugsa þegar þessir frábæru strákar komu til að heimsækja pabba sinn við bjuggum öll í sama bæjarfélaginu á tímabili og þá komu þeir oft bara litlir púkar þá vorum við á Grundarfirði vá þetta var svo gaman þeir komu aðrahverja helgi eða bara þegar þeir vildu þetta var árið 1989 ég man eftir að húsið sem við bjuggum í var við aðalgötuna og það sást niður í fjöru út um eldhús gluggann sem var að baka til á húsinu oft vorum við ég Bjössi og Hjalti við gluggann og horfðum niður að sjó þá heyrðit svo oft í þessum litlu herramönnum hvar er þjörulallinn....(fjörulallinn) hann var skelfilegur en þetta var sagt við þá til að þeir færu ekki niður í fjöru og var það Ragga sem fann þetta upp ef ég man rétt...en hún leiðréttir mig ef það er vitlaust hjá mér ef og þegar hún les..en ég fór að hugsa um hvað ég hef þekkt þessa stráka legi og hvað þeir eru búnir að skemmta mér á ýmsan hátt lengi og gefa mér mikla fyllingu í lífið mér þykir alveg rosalega vænt um þessa stráka og ef ég ætti að fara að segja frá öllu hér yrði ég að gefa út heila bók.
En þetta er bar eitt af mörgu sem hefur verið að brjótast um í hausnum á mér og getur vel verið að ég skrifi meira um það seinna.
En svona af heimilislífinu er allt gott að frétta vonandi er Ásta laus við vörturnar sem búið er að vera að plaga hana í um 2 mánuði fórum til læknisins í morgunn og heldur hann að þær séu farnar og mikið eum við fegnar annars eru allir hressir ég þarf að fara með Auði til læknis í Reykjavík í dag það leið yfir hana rétt fyrir páska og á að fara að reyna að finna út hvers vegna það gerðist segi kannski bara betur um það þegar eitthvað er vitað meira en Sverrir er sprækur sem lækur.
Svo í lokin langar mig að segja frá litla ferfætlingnum á heimiliu eða kannski frá hans nýjustu leiðangrum hann hefur verið mjög duglegur að skoða þök nágrannana hér hinu megin við göturna og ef þarf að athuga með hann er ekki litið niður á jörðu heldur upp á þök nágrannana.
En ég held að ég láti þetta vera gott í bili kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.4.2008 | 12:34
2 apríl 2008.
Góðan daginn kæru vinir.
Í morgunn fór ég í kaffi til Ástu á leikskólann já þetta er síðasta skiptið sem ég hef kost á að fara í kaffi á leikskólann jú hún ætlar að byrja sína skóla göngu næsta haust þetta var auðvita mjög gaman þau sungu nokkur lög og svo var boðið upp á kaffi og heilsubollur sem krakkarnir baka og svo fá þau vatn með appelsínum út í amma kom líka með og hlustaði á börnin og fékk sér líka kaffi og bollu Ásta var mjög ánægð með að amma gat komið og er þetta í fyrsta skiptið sem hún hefur haft kost á að koma með gaman að geta tekið mömmu með og hún fékk að sjá leikskólann,set hér mynd með til gamans.
Hér er allur hópurinn að syngja saman.
Hér eru Amma og Ásta að fá hressingu á eftir flottum söng.
Ég er búin að velta lengi fyrir mér að hringja og ath hvort það væri mikið mál fyrir mig að breita um Medic Alert merki ég hef síðan 2004 þurft að ganga með þess háttar merki vegna lyfja ofnæmis sem ég fékk og á sínum tíma valdi ég mér hálsmen en hef aldrey geta notað það með góðu móti mér finnst það óþægilegt og tek það bara alltaf af mér en svo hefur mér verið dálítið mikið hugsað ef eitthvað kæmi nú fyrir mig og ég ekki með þetta hvað þá ? svo ég hringdi í morgunn og talaði við konu þar og auðvita er þetta ekkert mál ég get breitt þessu hvenær sem er og nú er ég semsagt búin að pannta armband og þetta getur tekið um 10 daga svo var fullt af vitlausum símanúmerum og heimilisföngum í skránum hjá þeim það er víst þannig að það þarf að láta vit ef maður flytur og ef verða breitingar....ég var enn skráð á gamla staðnum og Gísli bara skráður með heimasíma usss en þetta er allt komið í lag sem betur fer.
Það er nú eins og flesti vita er mikið búið að vera um að vera hér á okkar landi vörubílstjórar og 4x4 klúbburinn mótmælir grimt og stið ég þá 100 % það er gott að láta heyra í sér og vona ég að þeir haldi bara áframm og gefist ekki upp það þarf að ná til réttra manna í miðbæ Reykjavíkur til að eitthvað breitist,mér fannst gott hjá þeim að gefa Sturla Böðvarsyni stórt dekk þó hann hafi gefið það út að hann ætti stóra skúffu....en bara áfram Atvinnubílstjórar og allir bílstjórar því þetta skiptir okkur öll máli sem rekum bíla.
En jæja ég er hætt í bili Kveðja Heiður...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.3.2008 | 18:35
Alltaf sama vandamálið með Tryggingastofnun.
Enginn samníngur hefur verið við hjartalækna og hefur fólk þurft að borga mörg þúsund fyrir læknisviðtalið og þurft að fá beiðnir hjá heimilislæknum sínum til að fá endurgreitt.verður þetta þá svona með bæklunalækna líka.
Ég hef þurft mikið á bæklunarlæki að halda fyrir dóttir mína síðustu 6 ár þetta leggst ýlla í mig.
Bæklunarlæknar utan samninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2008 | 10:06
Viltu í nefið......
Mér datt bara í hug lagið "viltu í nefið viltu í nefið vinur minn".
Annars bara frábært hjá atvinnubílstjórum að loka og vona ég að þessir heiðurs menn sem sytja á hinu háa Alþingi við Austurvöll láti sjá sig það er það sem þarf til að eitthvað gerist.
Ráðamenn vakni" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.3.2008 | 13:03
Flottar aðgerðir.
Það var komin tími til að einhverjir gerðu eitthvað í þessu með þetta verð á eldsneiti þetta er er orðið allt of hátt og ég skil þessa menn vel það er ekki gefins að fylla eitt stykki trukk....ég veit það....
Áfram strákar GÓgÓ
Bílstjórar mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.3.2008 | 14:31
Ákveðin stelpa og fleira.
Góðan daginn,ég er hér og ekkert markvert komið frá mér í nokkra daga en hér kemur eitthvað.
Mig langar að segja ykkur til að byrja með frá henni dóttur minni hún er 6 ára og frekar ákveðin ung dama í gær fór hún með leikskólanum í heimsókn á bæjarskrifstofu Grindavíkur og hitti bæjarstjórann það fannst henni gaman(það er þannig með hana sem kann Latabæ utanaf að bæjarstóri er í raun merkilegur maður)en semsagt þeim var boðið að stíga í pontu og segja nafnið sitt og það mátti líka nefna eitthvað sem þeim fannst vanta í bæinn okkar ef þau fengju að ráða í einn dag og mín fór galvösk í pontu og sagði hátt og skírt ég heiti ÁSTA SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR og það sem hana fannst vanta í bæinn okkar er stór Bratz hús svo fékk hún snúð og kókómjólk og veski merkt Grindavíkurbæ hún var hæstánægð með daginn,ég var reyndar ekki hissa að hún færi í pontu jafn ákveðin og opin sem hún er,en svo kom að því að segja ömmu frá þessu öllu og amma skildi ekki hvað Bratz hús væri þá sagði hún ÆJ amma það er stórt hús og það er málað svona Bratzlega þú veist alveg hvað það er og þar með var það útkljáð.
Í gær fór ég í RVK um leið og ég var búin að fara með Ástu á leikskólann og fór með mömmu til augnlæknis og fékk góða skoðun þar svo hef ég verið að reyna að fá nýjan staf fyrir hana en það er sem auðvita ef á að fá eitthvað frá Tryggingastofnun Ríkisins kostar það fullt að vottorðum og umsóknum og fullt af pappír og það kostar að fara á þennan stað og hringja í þennan og þennan afhverju þarf þetta að vera svona flókið ? ég bara spyr......mamma er hér hjá okkur og verður það eitthvað en hún fer ekki heim fyrr en seint í apríl eins og staðan er núna.
En það er eitt sem ég hef verið að hugsa um svona kannski síðan í september það er mynda albúm sem við eigum við fórum til ljósmyndara þegar Hilmar fermdist og létum taka fermingar og fjölskyldu myndir svo átti að gera fleyri myndir upp úr albúminu en það var ekki gert en svo langar mig svo að fá eftir myndunum fá mynd af Himmanum upp á vegg og líka af Himmanum og Auði það eru svo margar flottar myndir af þeim,en vandamálið er að þessi ljósmyndastofa fór á hausinn og ég veit ekki hvernig ég get fengið fylmurnar en allavega er ég búin að tala við mann hjá Ljósmyndafélaginu og hann er búin að benda mér á annan manninn sem var á þessari stofu þegar myndirar voru teknar og ef ég man rétt gæti það verið að þessi hafi tekið myndirnar og er ég að vinna í þessu núna og vona ég að ég nái í þennan mann fljótlega,og Ragga ef þú lest og langar að fá myndir líka láttu þá vita.
Jæja ég man ekki eftir meira sem ég ætlaði að segja í bili þannig að ég kveð í bili
Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.3.2008 | 21:06
Páska kveðja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.3.2008 | 11:13
Tauren vill ekki í sláturhús.
Sluppu á leið á sláturhúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.3.2008 | 18:45
....
Jæja þá erum við komin heim eftir frábæra skírnar og afmælisveislu hjá Ástu,Einari og sonum...litli prinsinn var skírður Ágúst Máni Ágúst er í höfuðið á langa langa afa hans í föður ætt og Máni er út í loftið.
Læt hér fylgja mynd af fjölskyldunni.
Foreldrar og Eyjólfur stóri bróðir með Ágústi Mána.
Hér er svo Ágúst Máni í Boggu ömmu fangi.
Kær kveðja Heiður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)