Komin af vestfjörðum.


Góðan daginn hér.... nú er ég komin heim ég skrapp vestur til mömmu ég lagði af stað kl 7,30 á mánudags morgunn (ákvörðun tekin á sunnudags kvöld)það átti að setja upp legstein á leiðið hjá Eyja bróðir á mánudagskvöld og ég var frekar ánægð með mig keyrði landleiðina,þegar ég hef verið að fara ein með börnin hef ég alltaf valið að fara með Baldri en ég var ekki viss um að ég fengi far með Baldri svo þá var ekki neitt val hvor leiðin var valin þetta gekk allt mjög vel en tók allt sinn tíma ég var ákveðin í að gefa mér góðan tíma því börnin eru ekki alltaf hress á svona ferðum og stoppuðum við oft og svo gott stopp í Búðardal og vorum komin vestur um kl 15,en þegar við Gísli höfum verið bæði er oftasta keyrt landleiðina en hann gat ekki komið vegna vinnu.

Svo um kvöldið var farið í að koma legsteininum á leiðið hjá Eyja okkar Hringur æskuvinur,Dagný konan hans og Una dóttir þeirra voru líka komin vestur og settu Hringur,Gísli bróðir Gummi bróðir og Loftur mágur steininn á leiðið steinninn er rosalega fallegur en Eyjólfur hefði orðið 40 ára í febrúar hefði hann lyfað og verða 19 ár í Nóvember frá því hann dó...

Komum svo heim í gærkvöldi við vorum orðin frekar þreitt svo það  var fljótlega farið að  sofa við vorum í samfloti við Boggu og Loft á leiðinni heim....

Set hér myndir af steininum.

Kveðja Heiður. 

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 043

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er legsteininn.

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 034

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mamma með börnin sín.

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 039

 

 

 

 

 

 

 

 

Hringur,Dagný og Una.

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 045

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo höfðingjarnir sem settu steininn á sinn stað.

Ferðin vestur og legsteinn hjá Eyja 14 til 16 júlí 2008. 042

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér eru svo frændsystkinin saman(barna börn mömmu sem voru á staðnum). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Rosalega er þetta fallegur steinn Heiður mín.

Minning hans lifir með ykkur hinum

Ragnheiður , 17.7.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fallegur steinn Heiður mín og velkomin heim, já það er frekar þreytandi að aka einn svona leið, en annars hef ég farið ein Ísafjörð/Reykjavík auðvitað var maður þreyttur en það hafðist.

Knús kveðjur
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.7.2008 kl. 15:08

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Fallegur steinninn hjá bróður þínum. Velkomin heim.

Helga Magnúsdóttir, 17.7.2008 kl. 16:11

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Velkomin heim Heiður mín.  Rosalega er steininn hans fallegur, mér verður svo oft hugsað til hans.  Það sem við gátum rabbað og hlegið saman, það var ómetanlegt.  Ég er ekki að trúa að það séu komin 19 ár síðan.

Knús

Elísabet Sigurðardóttir, 17.7.2008 kl. 18:07

5 Smámynd: Dísa Dóra

Mjög fallegur steinnin hjá frænda og hann örugglega sáttur við hann - kíkti einmitt á allt skildfólkið upp í garð þegar ég var þarna á ferðinni.

Þú dugleg að skella þér bara ein vestur

Dísa Dóra, 17.7.2008 kl. 18:15

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Takk takk fyrir góðar kveðjur,við erum öll mjög ánægð með steininn

Já Elísabet hann var ekki kallaður spreyjó í R-nesi fyrir ekki neitt .

Dísa ég fór líka hring eins og ég geri alltaf pabbi liggur alveg rétt hjá ömmu og afa mér finnst það svo gott.

Dugleg já mér finnst það líka aðalega að keyra alla leið fer á hverju ári og oftast ein með börnin mér finnst það ekki mikið mál en ég hef aldrey fari landleiðina ein og er pínu motinn af mér sjálfri....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.7.2008 kl. 19:00

7 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Mikið er steinninn flottur hjá honum Eyjólfi.

knús á ykkur héðan

Ásta Björk Hermannsdóttir, 17.7.2008 kl. 20:29

8 Smámynd: Sigrún Þorbjörnsdóttir

Þetta er mjög fallegur steinn. Fallegt af ykkur að koma svona saman að gera þetta.

Knús til ykkar

Sigrún Þorbjörnsdóttir, 17.7.2008 kl. 21:55

9 identicon

Vá tára flóð, hann er æði.

Ásta Sigríður (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 10:26

10 identicon

Mikið er þetta fallegur steinn.

En það er ótrúlegt að það séu komin 19 ár síðan.  Ég man það eins og það hafi gerst í gær þegar hann dó.

Lína frænka (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 18:47

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þetta er mjög fallegur steinn Heiður mín,þetta hefur verið falleg athöfn.

Magnús Paul Korntop, 25.7.2008 kl. 22:40

12 Smámynd: Ragnheiður

Sæl mín kæra, fékkstu ekki emailið frá mér um daginn ?

Knús á liðið þitt

Ragnheiður , 29.7.2008 kl. 18:05

13 Smámynd: Ragnheiður

Það var bara slóðin sem ég sendi þér síðast.

Ragnheiður , 30.7.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband