Blogg eða blogg leisi það er spurning

Góðan daginn hér.

Ég hef bara ekkert veið á blogginu um helgina og ég á fullt af bloggi eftir að lesa er búin að lesa smá en á eftir að lesa mikið allir vinir búnir að skrifa nýtt.

Ég skellit mér í sund á föstudaginn með Ástu mína og Ástu vinkonu Emiliu og Birnu vá hvað það var gott og allir náðu í smá lit ekki veitir af að brenna á löppunum líka til að vera í stíl LoL..nei allt er gott í hófiWink.

En jæja við settum upp fellihýsið um helgina og nú er það klárt búið að þrífa svo og gera fínt en áætlun er að fara fyrstu helgina í júlí á ættarmót hjá föður ætt minni,svo var slegið það sem ekki var klárað sökum bilunar í slátturvél um daginn og svo var vökvað í garðinum í gær allt orðið svo þurft og svo fengu börnin að hlaupa í úðaran í restina svaka stuð og allir blautir.

ýmislegt sumarið 2008 021

 

 

 

 

 

 

 

 

Svaka stuð með vinunum.

Heyrðum aðeins í Auði á laugardags kvöldið hún er búin að vera á Patró hjá ömmu með Ástu,Eyja og Ágústi en er á leiðinni í Keflavík í dag,æj hún var ekki mjög brött hún hafði mist símann sinn upp úr vasanum þegar hún var að hlaupa og hann datt í götuna og skjárinn brotnaði og sér því ekkert á símann æj hvað henni leið ýlla yfir þessu en pabbi ætlar að kaupa nýjan síma fyrir hana og þá varð hún öll betri,en hún skemmti sér vel var búin að hitta vinkonur sínar og fara á Rauðasand og hlaupa í sandinum rauða þetta er einn af fallegri stöðum þarna fyrir Vestan. 

Jæja ég man ekki meira í bili svo ég kveð og vaona að allir eigi góðan dag.

Kveðja Heiður. 


jæja komin

Heim já hann Sverrir datt þegar hann var að hlaupa ofnaí sundlaugin á leikjanámskeiðinu í dag og fékk gat á hausinn ekki í fyrsta sinn sem þarf að bruna með töffarann á slysó,ég spurði hann afhverju hann hafi ekki komið heim eftir að hann meiddi sig og svarið var....mamma ég harkaði af mér....mér datt bara einn bróðir hans í hug hann gerði það stundum að haka bara af sér þegar hann meiddi sig og það var sama hvað það var lítið eða stórt,við fórum og hittum læknir og hann fékk eitt spor í hausinn.

Sverrir átti svo að mæta í klippingu í hádeginu á morgunn og verður frestun á því hann verður með lubban framm í næstu viku kall anginn..

En stundum er það þannig að maður er heppin Valdimar hringdi og spurði hvort við værum heima og langaði aðeins að kíkja og fá sér kaffi stundum dettur honum þetta í hug frekar en að far heim til sín en hann kom og passaði litlu systir sína á meðan ég fór með Sverrir.

Auður er farin til Ástu í Keflavíkina og eru þær að fara á Patró á morgunn þær ætluðu um daginn en þá varð Ásta að hætta við og á að leggja af stað strax í fyrramálið...Auði hlakkar mikið til að hitta ömmu og svo á hún vinkonur þarna líka sem hana hlakka til að hitta.

En jæja það er ekki meira að sinni kveðja Heiður. 


19 júní í dag.

Í dag er 19 júní til hamingju konur með daginn.

En mig langar að setja það hér þetta er bleikur dagur og hún Ásta Sigríður er bleika stelpan mín hún hefur sínar skoðanir á litum STELPUR Í BLEIKU OG STRÁKAR Í BLÁU og í dag fór hún á fótbollta æfingu í bleikum stuttbuxum og bleikri flíspeysu er það ekki málið ?

Bleik kveðja Heiður.


Rólegheit hvað er það....????

Góðan daginn hér....

Það er blessuð blíðan dag eftir dag hér oh það er svo gaman,en héðan er allt gott að frétta.

Götu grillið var æðislegt og góð mæting það var borðað og skrafað til klukkan 23 æðilegt og voru allir held ég á því að hittast aftur að ári.

Ég fór með börnin á skemmtunina hér í gær og kom heim um kl 17 eins og vindbarin hæna...LoL, þvílíkt rok en sól og þurft sem skiptir kannski meira máli þegar um svona útiskemmtanir er að ræða.

Það er búið að vera rosalega rólegt á mínu heimili í dag bara alveg með eindæmum ég kann það bara ekki verð að viðurkenna það,þegar ég var búin að koma Sverrir á leikjanámskeiðið og Ástu í fótbollta skólann var rokið af stað í bónus að ná í vistir fyrir fjölskylduna Auður var hér heima og átti að taka á móti Ástu ef ég yrði ekki komin heim en hún kom á eftir mér þá þurfti að gefa henni og Emiliu vinkonu hennar að borða og svo fóru þær út leika,en svo kom Sverrir heim rétt fyrir 16 og vildi endilega fá að fara í sund einn æj en mamman var ekki alveg sammála því jú hann er komin með aldur en hann er alls ekki orðin nógu vel syntur og hefur í raun mist það mikið úr sundkennslu að ég þorði að leifa honum þetta já auðvita varð hann alveg tjúll og ég var svo hrikalega vond mamma að það varð hreinlega að finna sátta leið og Auður stóra systir fór með og ætlar fylgjast með litla mömmu stráknum...svo þau eru í sundi.

Ég ætlaði að setjast hér niður skrifa fyrr í dag en fór og skoðaði fréttir á mbl og þá sá ég að ein bensín hækkunin kom í dag og ég bara linkaði henni djö hvað ég er að verða fúl yfir þessum endalausu hækkunum á eldsneiti ég bara gæti gargað Angry.

Ég er auðvita búin að kíkja á blogg hjá vinum í dag og sá alveg rosalega góða fæslu hjá Helgu Magg þetta er eins svona falleg fæsla um ofvirkan strák langar að linka henni hér http://helgamagg.blog.is/blog/helgamagg/ langar að byðja ykkur sem ekki hafið lesið að lesa,þetta er svona málefni sem alltaf þarf að halda á lofti,þetta eru börnin okkar,vona Helga mín að þetta sé í lagi.

 

En jæja það er ekki meira sem ég man eftir.

Kveðja Heiður.

 


Enn hækkar bensín og olía...

Enn kemur ein frétt í viðbót um verð hækkun á eldsneyti 173,40 á bensín og 189,80 á dísel...

Hvar endar þetta og hvar eru þeir sem græða á öllu saman,mér finnst þetta alveg komið út í vitleisu þetta verðlag.

Ég verð nú að segja að mér finnst að Sturla og félagar hefðu alveg mátt mótmæla og reyna með öllum mætti að fá einhver svör hjá þessum herrum sem stjórna landinu..ég veit að margir halda að þeir geti ekkert gert en frá mínum bæjardyrum séð geta þeir það alveg því ríkið fær tildæmis hærri vask af hverjum seldum lítra.....Angry.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

17. júní 2008

Gleðilegan Þóðhátíðar dag til ykkar allra megi dagurinn verða ljúfur og góður,ég ætla að fara með börnin mín á þau hátíðarhöld sem hér í minni heimabyggð verða.

Skrifa kannski meira í kvöld.

íslenski fáinn lítill

 

 

 

Kveðja Heiður. 


Ný vika.

Jæja þá er komin ný vika nýr dagur og hvað á að gera í dag ? það er góð spurning W00t.

SMÁ VIÐBÓT HÉR.

Ég ætla að setja hér efst smá viðbót,ég var að fá borða efst á síðuna mín litlu englana mína rosalega er ég ánægð með þetta hann Gunnar http://rannug.blog.is/blog/rannug/gerði þetta fyrir mig og setti síðuna mína á Topplistann þakka þér kærlega fyrir Gunnar þetta er rosalega flott,var búin að reyna þetta oft en þetta koma allt bjagað enda er ég ekki tölvugúrú....FootinMouth.

Ég er afskaplega fegin að ekkert af mínum ská börnunum fóru á bíladaga þetta árið það gekk ekki mjög vel fyrir ári síðan svo ég er kampa kát með að allir voru heima.

Svo las ég alveg þá bestu frétt hjá Röggu í gær Hjalli fær að taka út í samfélagsþjónustu ég get ekki líst því hvað við Gísli vorum ánægð að það sé komið á hreint,veit ekki hvernig ég hefði tekið því ef hann hefði þurft að fara inn...jeminn get bara ekki hugsað um það.

En svo er stóra stelpan mín komin heim og verður í viku æj það var svo gott að sjá hana þessa elskuInLoveég þarf bara að venjast því að hún sé ekki heima í heila viku en auðvita heyrði ég í henni bæði sms msn og í síma,svo var ég búin að lofa henni að ef vel gengi í prófunum og hún myndi leggja sig alla framm þá mætti hún fara í plokkun á augabrúnum svo í hádeginu fór hún þegar hún var búina hringdi hún og sagði...mamma veistu hvað þetta var vont...ég sagðist alveg vita það en vildi ekki segja henni það svo nú er hún svaka pæja.

Ég er nú öll að jafna mig á brunasvæðum er búin með rúmlega 1/2 túpu að alovera kæli geli svo þetta er allt í áttina en núna verður sólavörnin notuð óspart...Grin.

Brunarústir 2008 001

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er svo brunarústirnar langaði svo að eiga mynd og get leift ykkur að sjá líka.

 

Í kvöld verður kátt í götunni hér hjá mér það á að vera svona götugrill og ætla allir að koma saman við eitt húsið í götunni og grilla saman það verður gaman þetta var hefð hér en hefur ekki verið gert í 3 til 4 ár en svo var ákveðið að prufa að endurvekja þetta og er þetta í fyrsta skipti sem við förum börnunum hlakkar mikið til og ætlauðu ekki út í dag til að misssa ekki af þessu en ég sagði að þeim væri það alveg óhætt því þetta verður ekki fyrr en í kvöld....

Jæja er þetta ekki orðið gott í bili kveð að sinni Heiður. 

 


Slátturvélga bani eða ekki.

Mig langaði svo að gera smá könnun hér á þessu heimili Policeog hún var upp á það hvort ég væri hinn raunverulegi slátturvéla bani Bandit eða ekki og niður staðn er sú að ég er ekki slátturvéla bani Cool,ég semsagt ákvað að slá með slátturorfinu þetta sem á að vera kartöflugarður en er firverandi kartöflugarður hann er gróinn upp og það er enginn venjuleg slátturvél sem slær hann svo þá er tekið framm slátturorf og það bilaði ekki W00tmér til mikillar gleði og svo þurfti að raka og ég plataði gestinn minn eða þennan frábæra frænda minn til að raka og gerði hann það vel með aðstoðar mann að nafni Ásta Sigríður.

En úr því að slátturorfið kom heilt úr úr þessu ævintíri þá kom bakið á mér heldur verr út ég er sko alveg skað brunnin á bakinu öxlum og hálsi og niður á bringu Blush já sólarvörnin gleymdist alveg W00tog nú er kallinn bara látin bera kælikrem á bakið á mér en "kaldir bakstrar sendist heim til mín" Wink.

Annars er allt gott fyrir utan brunarústir,Auður kemur heim á morgunn og er mig alveg farið að hlakka til að fá stóru rófuna mína.

Man bara ekki eftir fleyru í bili eða ég verð að láta bera á brunasrústirnar......

Kveðja Heiður. 

 


Mamma kannski veiði ég fisk./viðbót aflafréttir.

Jæja hér er ég mætt er að jafna mig en í gær var ég bara slöpp og hreinlega lasin og þess vegna var rúmið mitt eða bara stofusófinn minn besti staður í gær og þess á milli leit ég í tölvuna en er brattari í dag en eftir mig samt.

En burt séð frá því langar mig að fá mér smá göngutúr í dag og anda að mér fersku lofti sem mér veitir ekki af Wink,en í dag er enginn fótbolltaskóli hjá Ástu og er hún bara að leika við bestu vinkonu sína hana Emiliu Hrönn,Sverrir fór glaður og hress eins og það hefur verið alla vikuna með veiðistöng í pokanum og á að fara að veiða á leikjanámskeiðinu hann kvaddi mig með þessum orður"mamma kannski veiði ég fisk og þá kem ég með hann heim"svo kom stórt bros.

Ég er farin að sakna Auðar hún hefur aldrey verið svona lengi í burtu í einu en í gær var vika síðan hún fór en hún kom í tæplega klukkutíma stopp á sunnudags kvöld en þetta fer að stittast hún kemur heim á sunnudaginn ég þarf bara að venjast að hafa ekki stóru stelpuna mína alla daga. 

Er bara búin að hafa það frekar rólegt í morgunn þvo þvott horfa á sjónvarp og var ég að horfa á fréttir á stöð 2 í hádeginu og eftir fréttir kom markaðurinn þáttastjórnadinn hann Sindri ætlaði að tala við Geir Haarde en Geir vildi ekki tala við sindra og sagði hann dónalegan úpps hvað sagði Sindri svona dónalegt ég gat ekki séð neitt...en það er hægt að skoða þetta viðtal inni á visir.is mér fannst Greir bara hrokafullur.

Jæja ég veit ekki meira sem ég ætlaði að segja hún Skella mín er að fá sér blund hér á tölvuborðinu hjá mér þetta gerði Sokkur líka en langar að sýna ykkur uppáhalds svefnsatðinn hennar Skellu til gamans.

mótor.. 010

 

 

 

 

 

 

 

 

Og ef Gísli er ekki heima á kvöldin þegar hún vill leggja sig ráfar hún um stofuna og mjálmar þangað til ég sest og þá leggst hún...og stein sofnar.

 

Ég ætla að kíkja aðeins út í góða veðrið vona að allir eigi góðan dag kveðja Heiður. 

--------------------------------------------------------------------------------

Viðbót. 

Sko minn maður veiddi einn fisk kom svo glaður með fiskinn heim og auðvita var tekin mynd af veiðimanni með fisk. 

Sverrir með fiskinn 13,06,08 002

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er sverrir með fiskinn Smile.

 

 


Sláttur eða bara ekki sláttur.

Jæja er loksins komin við tölvuna er búin að vera á leiðinni síðan fyrir kvöld mat að hripa hér eitthvað niður en jæja hér kemur dagurinn.

Ég fór í fínan göngu túr með Ágústu og Ástu og fylgdu dætur okkar Ástu með og þeirra börn Wink þetta var mjög hressandi svo var komið heim um 11,30 gefa börnunum að borða en Sverrir þurfti að vera mættur kl 12,30 á leikjanámskeiðið hann er svo svakalega ánægður og þið getir ekki ýmindað ykkur hvað mamman er glöð með það,hann fór í gær í hjólatúr og eins og hann sagði sjálur"ég hjólaði næstum til þorbjörn"svo í dag var farið í vatnaveröld í Keflavík þvílíkt stuð hjá honum,en svo er Ásta í fótbolltaskóla og finnst henni það mjög gaman en svo í dag sagði hún við mig mamma ég verða að fá svona fótbollta legg (fótbollta legghlífar) það er svo vont að bolltinn fer í löppina og við fórum og keyptum svona fótbollta legg í dag og bíður hún spennt eftir að mæta með þær á morgunn svo fór ég og borga námskeiðið í dag og hitt þjálfarann hann gaf henni mikið lof og sagði að hún væri svakalega dugleg og hefði mikið úthald og það vanntaði alltaf svona duglegar stelpur í fótbolltan og kvatti mig til að kvetja hana áfram og skoða að hún myndi þjálfa áfram eftir námskeiðið ég varð nún voðalega ánægð að heyra þettaSmile.

En svo þegar var búið að kaupa fyrir Ástu var farið og kaupa í matinn og svo heim og ég alveg ákveðin í að nú ætlaði ég að fara út í garð og slá blettinn jú ég arkaði út í bílskúr og náði í sláttuvélina og rogaðist yfir pallinn með hana ein og svo hófst slátturinn og gekk vel þangað til slátturvélin vildi alls ekki slá meira varð nú fekar fúl út í rauðudrotninguna en ég kom henni ekki í gang og hugsaði að nú gæti Gísli átt við hana og hún vill alls ekki hlíða Gísla heldur ARRRRRG svo bletturinn minn er hálf slegin hér fyrir utan var næstum búin að kláta hér fyrir framan hurðina þetta er eins og bletturinn sé með svona hana kamb...heheh.

En svo þegar við vorum búin að gefast upp á að bjástra við slátturvélina þá kom strákur og sagði að Ásta hafi meitt sig á leikskólanum Laut og var rokið og ná í gullið hún var grátandi þegar mamma kom en fór að hágráta þegar hún sá mömmu Crying svo það varð að skella upp hjúkkubúningnum og plástra litla gullið sitt og þurka tár og kissa og knúsa mikið en svo langaði hana svo að hitta vinkonu sína og sýna henni plásturinn og ég sagði þú getur ekki farið svona grátandi þá kom hjá henni mamma huggaðu mig bara einu sinni enn þá get ég hætt og ekki gleyma að þurka tárin og nú eru þær vinkonur inni að hlusta á Sveppa og allt er að verða gott.

Jæja þetta er orðið gott í kvöld og bíð ykkur góða nótt.

Kveðja Heiður. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband