14.8.2008 | 13:34
14 Ágúst 2008.
Þetta er lag sem mér finnst ÆÐISLEGT og ætla ég að setja það hér í tilefni dagsins.
Vona að allir eigi góðan dag það ætla ég að gera.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.8.2008 | 16:15
Fótbollta stelpnan okkar
fór að keppa í fótbollta hún Ásta Sigríður fór að æfa fótbollta í sumar og finnst það mjög gaman svo á laugardaginn var farið í Vogana til að spila vináttu leik við Hauka og var mín mikið spennt enda í fyrsta skiptið sem hún keppir og enduðu leikar með sigri Grindvíkina 2 - 1 (þó að Ásta segji að það hafi verið 3 - 1)sem var glæsilegt og mikið gaman að sjá svona ungar dömur keppa og baráttan mikil...svo stoppuðum við aðeins í Vogum eftir keppnina því það var fjölskyldudagur og mikið um að vera svo fengu þær líka þessa flottu flugsýningu í miðjum leik við vorum nú farin að halda að flugmaðurinn hafi tekið ranga skemmtun átt að vera yfir svæðinu aðeins neðar og flugmaðurinn flaug svo lágt að ég var farin að halda að honum vanntaði mark .
set hér myndir og leifa ykkur að sjá.
Hér er Ásta með vinkonu sinn rétt áður en byrjað var að spila.
Þessi mynd finnst mér bara flott.
Hér eru svo hetjurna með þjálfaranum sínum.
Ég veit ekki neitt meira um skólamál og hef enn mínar áhyggjur þar en svo er líka fleyra þarna handan við hornið það skellur á mig enn eitt árið í þessari viku ekki svo ég hafi rosalega miklar áhyggjur af því....svo er það í næstu viku sem dánardagurinn hans Hilmar er og það er eitt sem mér kvíður frekar mikið fyrir og ég veit að það verður bara erfiður dagur.
En jæja er að taka til þó ég nenni því enganveginn vona að þið hafið það gott kæru vinir.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.8.2008 | 09:47
Hvernig er þetta með þig
Heiður er ekki komin tími til að blogga ? já ég er EKKI búin að vera mjög ofvirk hér á blogginu en hér kemur eitthvað.
Hér hefur ekki verið bein lognmolla þó bloggið hafi legið niðri og hér skal styklað á stóru,við fórum af stað með fellihýsið um verslunnarmanna helgina og var komið sér fyrir á Apavatni þetta er frábær staður sem er orlfofssvæði Rafiðnarsambands Íslands og vorum við því gestir hans Lofts og Boggu þarna er flott svæði fyrir börnin mikið af leiksvæðum og tækjum og svo er hægt að fara að veiða í vatninu þetta var auðvita allt prufað,svo var auðvita reynt að haga sér eins og alvöru túristi og farið og skoða landið í kring við fórum að Gullfoss og Geysi og svo voru keyptar íslands merktar vörur fyrir börnin Ásta valdi sér víkinga húfu því hún vill meina að hún sé víkingur en sverrir fékk sér derhúfu í fánalitum Auður vildi ekki neitt og sagðist ekki vilja svona fána dót gott og vel svo var farið í sund og veiða það var fengin bátur að láni og Gísli fór með börnin út á Apavatnið og veiða og mamma ætlaði að labba heim og ná í myndavél og taka fullt af myndum og viti menn Gísli var með alla lykla með sér úti á vatninu og ég komst ekki til að ná í myndavélina svo það var gerð tilraum til að taka á síman en það gekk ekki alveg nógu vel svo það eru engar myndir af bátsferð,við komum svo heim á mánudagskvöld og allir glaðir.
Nú svo er búið að fara að kaupa skólatösku fyrir litlu skólamanneskjuna á heimilinu rosalega bleik og flott hún er svo ánægð með hana og sagði við mig mamma ég er pínu montin nema hvað.
Hér er Ásta með skólatöskuna pínu montin.
Svo á eftir að kaupa allt sem á að fara í töskuna og er stefna tekin í Reykjavíkina í dag til að redda því Ástu er farið að hlakka mikið til að byrja í skólanum og spyr á hverjum degi hvað sé langt þangað til hún fari í skólann,mér kvíður dálítið fyrir að skólinn byrji því ég hef tilfinningu fyrir því að það fólk sem við Auður höfum reitt okkur á með hennar mál í skólanum verið ekki á réttum stað og leggst það ekki alveg nógu vel í mig en það verður bara að koma í ljós þegar þar að kemur.
Annars er allt gott hér af okkur ég veit ekki hvað ég get blaðrað hér meira en ætla að reyna að vera virkari hér.
Svo ég kveð þá í bili.
PS ætla að búa til albúm sem heitir....sumarið 2008....og set inn myndir úr ferðinni um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
17.7.2008 | 13:51
Komin af vestfjörðum.
Góðan daginn hér.... nú er ég komin heim ég skrapp vestur til mömmu ég lagði af stað kl 7,30 á mánudags morgunn (ákvörðun tekin á sunnudags kvöld)það átti að setja upp legstein á leiðið hjá Eyja bróðir á mánudagskvöld og ég var frekar ánægð með mig keyrði landleiðina,þegar ég hef verið að fara ein með börnin hef ég alltaf valið að fara með Baldri en ég var ekki viss um að ég fengi far með Baldri svo þá var ekki neitt val hvor leiðin var valin þetta gekk allt mjög vel en tók allt sinn tíma ég var ákveðin í að gefa mér góðan tíma því börnin eru ekki alltaf hress á svona ferðum og stoppuðum við oft og svo gott stopp í Búðardal og vorum komin vestur um kl 15,en þegar við Gísli höfum verið bæði er oftasta keyrt landleiðina en hann gat ekki komið vegna vinnu.
Svo um kvöldið var farið í að koma legsteininum á leiðið hjá Eyja okkar Hringur æskuvinur,Dagný konan hans og Una dóttir þeirra voru líka komin vestur og settu Hringur,Gísli bróðir Gummi bróðir og Loftur mágur steininn á leiðið steinninn er rosalega fallegur en Eyjólfur hefði orðið 40 ára í febrúar hefði hann lyfað og verða 19 ár í Nóvember frá því hann dó...
Komum svo heim í gærkvöldi við vorum orðin frekar þreitt svo það var fljótlega farið að sofa við vorum í samfloti við Boggu og Loft á leiðinni heim....
Set hér myndir af steininum.
Kveðja Heiður.
Hér er legsteininn.
Hér er mamma með börnin sín.
Hringur,Dagný og Una.
Hér eru svo höfðingjarnir sem settu steininn á sinn stað.
Hér eru svo frændsystkinin saman(barna börn mömmu sem voru á staðnum).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.7.2008 | 10:09
Jæja þá er fyrsta
Útelgan að baki við fórum á ættarmót um helgina og það var alveg æðilega gaman að hitta allt fólkið sitt þetta var mín ætt,það var haldið í Dæli í Víðidal alveg svakalega skemmtilegt svæði,við fórum af stað á föstudaginn og komum heim í gærkvöldi frekar þreitt eftir ferðalgið en alveg svakalega ánægð.
Fengum líka rosalega gott veður á laugardeginum en rigningu á föstudagskvöldinu,og má segja það að um leið og við vorum búin að tjalda fellhýsinu og fortjaldið komið upp þá byrjaði að rigna ekki mikið en svo um nóttina helliringdi og var allt á floti þegar líða tók að morgni og byrjaði laugardagurinn á stígvélum og hlífðar göllum hjá yngsta fólkinu en hann fór fljótt í geymslu í tjaldið og tekið framm stuttbuxur og efnislitla boli á bæði börn og fullorðna það var 22 stiga hiti í skugga á laugardeginum úff frekar heitt sólarvörn og alovega krem mikið notað þann daginn ,við fórum í sund á Hvammstanga rétt til að kæla mannskapinn en svo þegar var komið á tjaldstæðið aftur var farið í leiki og skemmt sér börnin notuðu tækifærið og var farið í vatnsslag sem ekki var leiðinlegt svo var grillað og skemmt sér famm eftir kvöldi varðeldur söngur og spjall en ég lét mig hverfa í draumalandið milli 24 og 01 með mín börn.
Við sáum lífdaga á fellihýsinu okkar rjúka upp en við höfum látið okkur detta í hug að yngja gripinn upp takk fyrir...það var eitt svona hús 20 ára gamalt og þá á okkar hús eftir 12 ár í það svo ég sagði við þurfum ekki neitt að yngja upp... ekki það að húsið er mjög gott fyrir okkur.
Lítil kisa hún Skella var mikið glöð að sjá sitt fólk þegar við komum heim mikil gleði og fögnuður en hann Sokkur var úti og lét ekki sjá sig fyrr en í morgunn.
----------------------------------------------------
Svo langar mig að segja hér frá því að ég fékk sms á laugardaginn og tengist það því sem ég hef skrifað mikið um hér á blogginu að verktakinn er búin að girða byggingasvæðið og er ég afskaplega ánægð með það en er ekki búin að fara og sjá það sjálf en ég geri það í dag.
En jæja þetta er gott í bili ég ætla að setja hér mynd af hinu 8 ára gamla fellhýsi en klikkaði alveg á að taka mynd af 20 ára fellhýsinu,og ætla svo að gera myndaalbúm og setja inn eitthvað af myndum frá ættarmótinu fyrir þá sem vilja skoða.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
2.7.2008 | 19:55
Ein fæsla fyrir
Mína elskulegu systir og auðvita fyrir ykkur líka kæru bloggvinir og aðrir vinir hér kemur mótorhjóla kappinn á mínum bæ.
Komin í allan gallan og til búin.
Og svo er rent úr hlaði með á vör.
Og svo frá öðru sjónarhorni.
Svo er brunað á stað.
Skruppum í Reykjavíkina í dag og versluðum skó og fleyra á börni og læknisferð með Ástu en ég segi frá því seinna þegar ég er í stuði til að skrifa en vona bara að ástandið á henni lagist...
Bogga og svo vil ég komment á þessa fæslu.
Vona svo að allir eigi gott kvöld framundan Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
1.7.2008 | 15:05
Leti eða hvað.
Góðan daginn hér er frekar löt að blogga og þar af leiðandi nenni ekki að skrifa mikið æj það er eiginlega frekar mikið að gera Ásta komin á sundnámskeið fyrir börn sem eru að byrja í skóla og sverrir í klippingu og dekur dagur hjá húsmóurinni
En Við skelltum okkur í bæinn á Sunnudaginn og skoðuðum nýju íbúðina hjá Sigþór og Írisi svaleg lega fín íbúð en áður fórum við og keyptum sundlaug til að krakkarnir gætu buslað í í garðinum og ætla ég bara að sýna ykkur litlu molana mína að busla.
Fyrst voru þau 3 saman
Alltaf að taka eina grettu mynd .
Svo bættist Auður við.
Þetta var mikið stuð og Ásta Sigríður og Vinkona hennar voru í 1 og 1/2 tíma þarna.
Kveðja inn í daginn Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
28.6.2008 | 08:24
Hvar er ábyrgð verktaknas ?
Hér kemur frétt um þetta mál sem ég hef verið að skrifa um á mínu bloggi og hér segir Magnús Guðmundsson eigandi Grindarinnar og sá sem stendur að þessari byggingu,segir að þetta sé venjulegt snyrtilegt bygginasvæði....málið sníst ekki um hversu vel timbrinu er raðað í stafla og þetta sníst um það að byggingin er opin og börn leika sér þarna upp um allt og svo bendir hann á Reykjavík hann Magnús er líka spurður hvort gerða verði einhverjar ráðstafanir til að fyrir byggja tjón með að reisa girðingu í kringum svæðið þá svara Magnús að á honum hvíli engin skilda til þess....hver ber þá þessa skildu ? ég bara spyr.
Ég hef verið að spyrja Gísla sem oft vinnur við að taka svona grunna M.A á Reykjavíkur svæðinu og þar er undantekinga laust girt þar sem hann hefur verið að vinna svo Magnús getur étið þetta sjálfur..ég er svo reið yfir því hvernig þessi maður getur vaðið hér upp í bænum og gert hlutina eins og hann vill, svo gerir bærinn samning við þennan mann um að byggja hér nýjan Hópsskóla.
„Á eftir að enda með slysi“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (42)
27.6.2008 | 22:48
Vona svo sannarlega að ég sé að
færast einu skrefi nær í þessu máli varðandi nýbygginguna sem ég sagði ykkur frá í gær,er búin að tala við heilbryggðiseftirlitið og heyrir þetta ekki undir þá en sá maður vildi allt fyrir mig gera til að hjálpa til og sendi mér í tölvupósti reglugerðir sem ég gat vísað í og þar stendur að girða eigi til að tryggja öryggi utanað komandi fólks...takk fyrir.Svo hafði ég samband við vinnueftirlitið í morgunn og þar var maður sem vildi allt gera til að hjálpa til en sú stofnun sér eingöngu um öryggi starfsmanna og gat hann því ekki komið beint inn í málið en leiðbeindi mér vel og var þá næsta að hafa samband við byggingafulltrúann hér í bæ og lagði maðurinn frá vinnueftirlitinu mér orð sem ég gæti sagt við byggingafulltrúann og þegar ég heyrði í þeim köppum var allt komið á fullt og þeir farnir að skoða málið og voru að gera plön sem ætti að gera get ekki alveg sagt hvað stendur til en ég mun segja það um leið og ég get það er best að eiðinleggja ekki neitt .
En það er komin einhver gangur í þetta allt og vona ég bara að verktakinn láti hendur standa framm úr ermum ég sagði byggingafulltrúanum að ég yrði áfram á vaktinni og myndi fylgjast vel með og ætla ekki að stoppa hér og ég myndi ekki stoppa fyrr en allt er löglegt,svo í hádeginu þurfti ég að hringja í Ástu vinkonu mína og þá voru byggingafulltrúarnir að mæla eitthvað við gamla leikskólann(sem er yfirgefið hús) og fór ég strax á svæðið en Ásta býr beint fyrir ofna og lét þá sjá að vel væri fylgst með og svo gerðist það að það var girt utan um þennan yfirgefna leikskóla eftir hádegið ja ég var bara hissa það er aldeylis að menn eru að passa sig en auðvita frábært mál enda hrikaleg sjón að sjá inn í þetta hús.
Ég er sem sagt brött í dag varðandi þetta mál og vil ég þakka ykkur öllum sem kommentuð í síðustu fæslu rosalega vel fyrir þetta kvatti mig áfram og ekki veitti af.
Kveðja og mikið þakklæti fyrir kvatninguna.
Myndin er enn í fullu gildi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.6.2008 | 14:20
Finnst ykkur þetta í lagi ?
Ég er alveg hoppandi núna,það var hringt í mig í gærkvöldi og mér sagt að Ásta værir að leika sér í gamlaleikskólanum þetta er hús sem á að rífa og hefur verið á áætlun í MARGA marga mánuði hjá bænum og er einhver von um að það verði í næstu viku,ég auðvita tók mína á teppið og svo var ég ákveðin í ásamt fleyri mæðrum hér í bæ að fara og skoða þetta og ég get ekki sagt annað en ég fékk næstum taugaáfall á að koma inn í leikskólann,við fórum 3 saman og ræddum við byggingafulltrúan hér og lofaði hann að þessu yrði lokað strax í dag...ég ætla svo að fylgjast með að það verði gert.
En svo er byggingja fyritæki sem heitir Grindin að byggja tveggja hæða blokk beint fyrir aftan þennan yfirgefna leikskóla og þar er allt í fokki að mínu mati þar standa steipustyrktar járn upp í loftið og timbrið og steipu mót út um allt,já þetta er byggingasvæði og ég veit vel að ég á að passa börnin mín sjálf það þarf ekki að segja mér það,en hvar er ábyrgð vektakans á hann ekki að girða svæðið til að reyna að fyribyggja að börnin komist inn svo virðist ekki vera ég hringdi og talaði við verktakann og hann svaraði bara með dónaskætingi og sagði mér að ég skildi bara passa börnin mín sjálf ég er búin að marg segja þeim að það má ekki fara þangað en allt kemur fyrir ekki og nú er mælirinn fullur hjá mér ég ætla að taka slaginn og gera allt sem í mínu valdi stendur til að hér verði ekki stór slys og að eitthvað gert til úrbóta en ég ætla ekki að loka börnin mín inn allan sólahringinn það er nokkuð víst Magnús getur bara girt hjá sér svæðið... djö hvað ég var reið í morgunn þegar ég var búin að tala við hann. Ég tók myndir og ætla að setja hér fyrir neðan ég er líka búin að tala við alla fjöðmiðla og vona ég að einhverjir birti frétt um þetta.
Þetta er á bygginasvæðinu.
Hvað gerist ef einhver dettur þarna niður...ég get ekki hugsað það til enda.
Ég er með fullt af myndum en læt þessa duga æi bili og vona bara að það gerist eitthvað í þessu áður en skaði hlíst af.
Kveðja Heiður....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)