23.8.2008 | 16:51
Jæja fæsla hér.
Laugardagur þá er nammidagur það fer ekki framm hjá mér neitt börnin láta vita af því og er búið að redda vikuskamtinum af svoleiðins gúmmilaði.
Sverrir Breiðfjörð fór með Valdimar í morgunn og hlupu þeir bræður 3 KM í Reykjavíkur maraþon ég er ferðlega monntin af mínum 8 og 1/2 árs gutta .
Hann vildi endilaga sýna smá takata hér heima.
hann var númer 7428 svo það sé á hreynu.
Svo var það málið hann fékk verðlauna pening.
Í gær var svo skólinn settur og byrjar slagurinn á mánudaginn ég fór í viðtal hjá Auði og Ástu og gekk að vel ég veit að Auður fær 5 tíma á viku í sérkennslu mér finnst það frekar lítið ég á svo að hitta sér kennarann hennar á mánudags morgunn og þá veit ég meira hvernig þetta verður í sérkennslumálunum hennar,svo fórum við Sverrir á setningar athöfn í sal skólans.
Jæja ég veit ekki hvað ég á að segja meira í bili ætla bara að halda áfram að vera monntin af strákunum mínum.
PS jú ætlaði auðvita að segja hvað handbollta strákarnir eru frábærir og hvað maður er stoltur af því að vera íslendingur núna....vona bara að þetta gangi allt upp í GULL hjá þeim.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
20.8.2008 | 16:57
Stutt fæsla hér.
Jæja dagurinn í gær var erfiður og fann maður fyrir miklum söknuði en hann var ekki eins erfiður eins og fyrir ári síðan enda var það svo hryllilega erfiður dagur að það gat ekki orðið jafn erfitt.
Takk fyrir allar kveðjur hér í gær það hjálpar mikið...þið eruð ómetanleg....
Við fórum í englasteina og keyptum leiðislukt til að setja á leiðið og klumpur settur undir til að grafa niður en fyrir var lukt sem við keyptum en hún var svo svört og ekki til neins príði fyrir strákinn okkar og get ég bara alls ekki lýst því hvað ég var glöð að geta tekið þessa ljótu lukt og sett nýja það næstum bjargaði deginum.
En svo var stefnan tekin í kirkjugaðinn með smá viðkomu á bensínstöð en það vantaði skóflu til að geta sett luktina niður og fór Gísli inn og við biðum og biðum og svo biðum við enn lengur og skildi ég ekki hvaða voðalegan tíma tæki að fá eina skóflu en svo kom Gísli loksins með þetta líka svakalega flotta sandsett það var ekki neitt annað til en svo var farið í garðinn og þar hittum við Röggu,Steinar,Hjalta og Anítu og svo var aðeins hlegið af sandsettinu og svo var luktin sett á sinn stað fyrir var komin nýr engill og hvítir steinar sem Ragga og Hjalti settu um daginn og setti Ragga rósir við gengum svo um og skoðuðum legstein sem Ragga vildi sýna okkur,en svo var haldið heim til Röggu og Steinars og fengið sér kaffi og eitthvað með og þar komu fleyri....það var rosalega gott að hittast og ég held að það hefi hjápað okkur öllum.
Hér er ég búin að fá mynd af leiðinu frá því í gær.
En þegar ég kom heim sótti á mig svo mikil þreita að ég var alveg ónýt í gærkvöld.
En annars allt gott læt heyra frá mér fljótlega....kveðja Heiður.
Já eitt enn ég tók myndavélina með og ætlaði að taka mynd en ég var svo ánægð með nýju luktina að ég gleymdi því og ætlaði ég að stela mynd sem Ragga er með og nei það er ekki einu sinni hægt að stela hjá henni en Ragga ætlar að redda mynd og senda mér eða ég fæ mynd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
19.8.2008 | 09:39
Minning.
Í dag 19 Ágúst er eitt ár liðið frá því að Himmi okkar dó,
Söknuðurinn Svo mikill strákurinn sem alltaf átti bors var alltaf svo kátur og hress.
Kerta síðan hans Himma er hér í link til hliðar og myndi það gleðja mikið að sjá ljós þar.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
18.8.2008 | 11:22
Hér er lítill
kisu strákur sem er eins árs hann Sokkur Gíslason.
Hér er Sokkur bara rétt 2 mánaða.
En svo er lífið svo yndilegt.
Annars er allt gott að frétta Sverrir Breiðfjörð ætlar að fara í maraþonnið með Valdimar bróðir og ætlar hann 3 kilómetra hann er mikið spenntur fyrir þessu eins og hann segir við bræðurnir ætlum saman .
En nú er aðeins farið að skírast í skólamálum nú vitum við hver kennir Ástu það er kona sem við þekkjum og Ásta þekkir börnin hennar og er það allt frekar hjálplegt Sverrir verður með sama kennara og síðustu 2 árin og er ég mikið fegin því Auður fær kennara sem mér líst vel á og vissum við það við skólaslit og það sem okkur finnst svo sniðugt við Auðar kennara er að konan hans kenndi Auði í 4 skólaár að mig minnir og reindist hún Auði svo vel og ég sá alltaf eftir henni Auði finnst þetta bara fyndið,ég ætla svo að hringja og vita hvernig verður með sér málin hennar Auðar það er allt í óvissu enn og nú vil ég bara fá að vita þetta.
Jæja þetta er ekki lengra í dag svo ég kveð í bili.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.8.2008 | 13:23
Frænka.
Í gær átti ég afmæli og var svo sem ekki að falgga því neitt hér en setti inn lag með Helga Bjöss sem mér finnst æðislegt,en svo langar mig að segja ykkur að í gær komu 2 litlir frændur mínir hann Eyjólur Már sem er 2 ára og Ágúst Máni sem er 6 mánaða þetta er bræður og ég er ömmusystir þeirra og er mikið monntin af þeim ég ætla að setja hér mynd til að sýna ykkur þessa flottu frændur mína.
Hér eru þeir bræður saman á rúntinum.
En Eyjólfur kom og færði frænu sinni litla bók sem heitir...Þú ert yndisleg frænka... og hef ég verið að kíkja aðeins í þess bók hún er frábær og langar mig að setja hér pínu úr bókinni.
SVO INNILEGA KÆR.
Elsku frænka, þú sem ert mér svo kær,
þú sem geymir leyndarmálin mín,
þú sem alltaf kemur á óvart- ég knúsa þig
og kyssi svo það endist þér út árið.
Láttu mig vita áður en þú verður uppiskroppa
með kossa.Ég kem til þín birgðum um hæl.
.....
Önnur hver ljúf æskuminning hefur að geyma frænku.
.......
Uppáhaldsfrænkur sínar kynnir maður aðeins
fyrir sérvöldum vinum.
------------------------------------------
Svo er önnur hér.
Lítil börn hrífast ekki aðeins af því hvernig
frænkur líta út,hvernig þær eru viðkomu og
hvernig heyrist í þeim,heldur líka af því hvernig
lyktin er af þeim. Jafnvel þótt það sé hvítlaukslykt.
.....
Mikið lán er að eiga frænku eins og þig.
Að hugsa sér- sumir eiga ekki eina einustu frænku.
Hvernig fara þeir að ?
.......
Mér þykir svo vænt um þig.Kettinum mínum líka.
Og páfagauknum mínum ekki síður.
Ég veit að þér þykir líka svo vænt um okkur öll.
Mér finnst þetta svo sætt og fallegt það eru til nokkrar svona bækur ég á 4 held ég og nú ætla ég að skoða þær enn betur en ég hef gert.
En auðvita fékk ég líka flott ilmvatn frá manninum mínum og börnum.
Kærleiks kveðja inn í daginn til ykkar allra.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.8.2008 | 13:34
14 Ágúst 2008.
Þetta er lag sem mér finnst ÆÐISLEGT og ætla ég að setja það hér í tilefni dagsins.
Vona að allir eigi góðan dag það ætla ég að gera.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.8.2008 | 16:15
Fótbollta stelpnan okkar
fór að keppa í fótbollta hún Ásta Sigríður fór að æfa fótbollta í sumar og finnst það mjög gaman svo á laugardaginn var farið í Vogana til að spila vináttu leik við Hauka og var mín mikið spennt enda í fyrsta skiptið sem hún keppir og enduðu leikar með sigri Grindvíkina 2 - 1 (þó að Ásta segji að það hafi verið 3 - 1)sem var glæsilegt og mikið gaman að sjá svona ungar dömur keppa og baráttan mikil...svo stoppuðum við aðeins í Vogum eftir keppnina því það var fjölskyldudagur og mikið um að vera svo fengu þær líka þessa flottu flugsýningu í miðjum leik við vorum nú farin að halda að flugmaðurinn hafi tekið ranga skemmtun átt að vera yfir svæðinu aðeins neðar og flugmaðurinn flaug svo lágt að ég var farin að halda að honum vanntaði mark .
set hér myndir og leifa ykkur að sjá.
Hér er Ásta með vinkonu sinn rétt áður en byrjað var að spila.
Þessi mynd finnst mér bara flott.
Hér eru svo hetjurna með þjálfaranum sínum.
Ég veit ekki neitt meira um skólamál og hef enn mínar áhyggjur þar en svo er líka fleyra þarna handan við hornið það skellur á mig enn eitt árið í þessari viku ekki svo ég hafi rosalega miklar áhyggjur af því....svo er það í næstu viku sem dánardagurinn hans Hilmar er og það er eitt sem mér kvíður frekar mikið fyrir og ég veit að það verður bara erfiður dagur.
En jæja er að taka til þó ég nenni því enganveginn vona að þið hafið það gott kæru vinir.
Kveðja Heiður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.8.2008 | 09:47
Hvernig er þetta með þig
Heiður er ekki komin tími til að blogga ? já ég er EKKI búin að vera mjög ofvirk hér á blogginu en hér kemur eitthvað.
Hér hefur ekki verið bein lognmolla þó bloggið hafi legið niðri og hér skal styklað á stóru,við fórum af stað með fellihýsið um verslunnarmanna helgina og var komið sér fyrir á Apavatni þetta er frábær staður sem er orlfofssvæði Rafiðnarsambands Íslands og vorum við því gestir hans Lofts og Boggu þarna er flott svæði fyrir börnin mikið af leiksvæðum og tækjum og svo er hægt að fara að veiða í vatninu þetta var auðvita allt prufað,svo var auðvita reynt að haga sér eins og alvöru túristi og farið og skoða landið í kring við fórum að Gullfoss og Geysi og svo voru keyptar íslands merktar vörur fyrir börnin Ásta valdi sér víkinga húfu því hún vill meina að hún sé víkingur en sverrir fékk sér derhúfu í fánalitum Auður vildi ekki neitt og sagðist ekki vilja svona fána dót gott og vel svo var farið í sund og veiða það var fengin bátur að láni og Gísli fór með börnin út á Apavatnið og veiða og mamma ætlaði að labba heim og ná í myndavél og taka fullt af myndum og viti menn Gísli var með alla lykla með sér úti á vatninu og ég komst ekki til að ná í myndavélina svo það var gerð tilraum til að taka á síman en það gekk ekki alveg nógu vel svo það eru engar myndir af bátsferð,við komum svo heim á mánudagskvöld og allir glaðir.
Nú svo er búið að fara að kaupa skólatösku fyrir litlu skólamanneskjuna á heimilinu rosalega bleik og flott hún er svo ánægð með hana og sagði við mig mamma ég er pínu montin nema hvað.
Hér er Ásta með skólatöskuna pínu montin.
Svo á eftir að kaupa allt sem á að fara í töskuna og er stefna tekin í Reykjavíkina í dag til að redda því Ástu er farið að hlakka mikið til að byrja í skólanum og spyr á hverjum degi hvað sé langt þangað til hún fari í skólann,mér kvíður dálítið fyrir að skólinn byrji því ég hef tilfinningu fyrir því að það fólk sem við Auður höfum reitt okkur á með hennar mál í skólanum verið ekki á réttum stað og leggst það ekki alveg nógu vel í mig en það verður bara að koma í ljós þegar þar að kemur.
Annars er allt gott hér af okkur ég veit ekki hvað ég get blaðrað hér meira en ætla að reyna að vera virkari hér.
Svo ég kveð þá í bili.
PS ætla að búa til albúm sem heitir....sumarið 2008....og set inn myndir úr ferðinni um helgina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)